Fréttir

Doktorsvörn Soffíu Auðar Birgisdóttur send beint út í Nýheimum

10.5.2016 Fréttir

Fimmtudaginn 12. maí fer fram doktorsvörn við íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Þá ver Soffía Auður Birgisdóttir ritgerð sína Ég skapa – þess vegna er ég. Sjálfsmyndir, sköpun og fagurfræði í skrifum Þórbergs Þórðarsonar.

Andmælendur eru dr. Bergljót Soffía Kristjánsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands og dr. Jürg Glauser, prófessor við Háskólann í Zürich. Dr. Gunnþórunn Guðmundsdóttir, varaforseti íslensku- og menningardeildar, stjórnar athöfninni sem fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands í Aðalbyggingu og hefst kl. 13:00. Sent verður beint út frá vörninni í fyrirlestrasal Nýheima, á Höfn í Hornafirði.

Senda grein

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)