Fréttir

Hollywood Hornafjörður

18.5.2016 Fréttir

Þann fyrsta júní næstkomandi fer af stað kvikmyndanámskeiðið, Hollywood Hornafjörður sem er haldið af þeim Natani Jónssyni og Emil Morávek. Þar fá ungmenni Hornafjarðar tækifæri til þess að læra grunnreglur kvikmyndagerðar. Þetta verður skapandi og skemmtilegt þar sem þáttakendur fá að varpa sínum eigin hugmyndum upp á hvíta tjaldið.

Námskeiðið samanstendur af tíu fyrirlestra-og verkefnatímum sem dreifast yfir mánuðinn. Gestakennarar úr bransanum munu koma í heimsókn og veita innsýn inn í bransann og vinnu sína.  Fyrir utan það munu nemendur leysa ýmis verkefni og taka upp stuttmynd sem verður sýnd í lok mánaðarins. Námskeiðið er ætlað fólki á aldrinum 13-20 ára.

Til þess að skrá sig á námskeiðið þarf að senda tölvupóst á netfangið hollywoodhofn@gmail.com

Ef þið hafið einhverjar spurningar ekki hika við að hafa samband.

Kær kveðja, Natan og Emil.

Senda grein

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)