Fréttir

Hjólað óháð aldri á Hornafirði

25.5.2016 Fréttir

Nú hafa Hornfirðingar fengið hjól til að hjóla með eldri borgara. Ferðaklúbburinn 4x4 fór af stað með söfnun fyrir áramót með því markmiði að kaupa hjól hingað á Hornafjörð. Söfnunin gekk mjög vel og hjólin eru komin. Nú vantar sjálfboðaliða sem hafa áhuga á að hjóla með eldri Hornfirðinga. Hefur þú spræka fætur og löngun til að bjóða upp á hjólatúra um bæinn okkar? Komdu þá með sem hjólari í Hjólað óháð aldri. Námskeið verður haldið á Hornafirði laugardaginn 28. maí kl. 11:15 í Ekrunni. Allir sem hafa áhuga á verkefninu og vilja taka þátt og kynnast þessu magnaða hjóli sem er að hluta rafknúið skráið ykkur á eftirfarandi skjal. https://docs.google.com/forms/d/1qbZuke8MNw5Ijt6xGM7oj90ROUmPgAz4A1qxZnNxEDM/viewform eða með því að senda tölvupóst á matthildur@hssa.is.

Hægt er að skoða ítarlegra efni um verkefnið á heimasíðunni: http://hoa.is og á facebook síðunni hjoladohadaldri.

Senda grein

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)