Fréttir

25.6.2016 Fréttir : Halla er forseti ungmenna í Hornafirði

Skuggakosninga Ungmennaráðs Sveitarfélagsins Hornafjarðar  voru vel heppnaðar um  58.99 % ungmenna kusu í skuggakosningum til Forseta Íslands. 
Halla var langefst með 36,19 % með langflest atkvæði í öðru sæti var Davíð með 18,10% atkvæða.
Lesa meira

24.6.2016 Fréttir : Forsetakosningar 2016

Kjörfundir vegna forsetakosninganna

25. júní 2016 verða sem hér segir:

 

Kjördeild I Öræfi - Hofgarður frá kl.12*

Kjördeild II Suðursveit - Hrollaugsstaðir frá kl. 12*

Kjördeild III Mýrar - Holt frá kl. 12*

Kjördeild IV Nes - Mánagarður frá kl. 12-22

Kjördeild V Höfn - Heppuskóla frá kl. 09-22

Lesa meira
Brúin yfir Hornafjararfljót

22.6.2016 Fréttir : Bókun bæjarráðs

Bæjarstjórn barst opið bréf frá íbúum í sveitarfélaginu um nýjan veg yfir Hornafjarðarfljót, bæjarráð sem starfar í umboði bæjarstjórnar bókaði eftirfarandi á fundi sinum:  Aðdragandi að nýjum veg yfir Hornafjarðarfljót hefur verið umtalsverður og hefur lína á þessum slóðum verið á aðalskipulagi sveitarfélagsins frá 1998.

Lesa meira
Veðurblíðan á Höfn

20.6.2016 Fréttir : Framlagning kjörskrár vegna forsetakosninga

Kjörskrá mun liggja frammi almenningi til sýnis á bæjarskrifstofunum í Ráðhúsinu til og með föstudagsins 24. júní á almennum skrifstofutíma. 

Lesa meira

15.6.2016 Fréttir : Stórdansleikur með Páli Óskari

Laugardaginn 25.júní verður stórdansleikur með Páli Óskari í Íþróttahúsinu kl. 23:00-04:00.

Forsala aðgöngumiða í Sundlaug Hafnar til 24.júní kr. 3000,-

Miðaverð við innganginn kr. 3500,-

18 ára aldurstakmark!

Lesa meira

15.6.2016 Fréttir : Humartónleikar föstudagskvöldið 24.júní í Íþróttahúsinu

Samspil Páls Óskars og Jóns Ólafssonar í spjalli, spileríi og spekúlasjónum hefur slegið í gegn hvar sem þeir hafa komið við, enda á pari við uppistand í hæsta gæðaflokki. Fyrrum barnastjarna og núverandi súperstjarna fer yfir helstu lögin í ferli sínum í tali og tónum, og þar er af nógu að taka. Lesa meira

15.6.2016 Fréttir : Dagskrá Humarhátíðar 2016

Humarhátíð hefst fimmtudaginn 23. júní með þjóðarkvöldi Kvennkórs Hornafjarðar í Mánagarði.

Föstudaginn 24. júní verður humarsúpa í heimahúsum og er upplagt fyrir bæjarbúa og gesti að ganga um bæinn og bragða á humarsúpu hjá íbúum sem bjóða gestum og gangandi upp á súpu.
Í íþróttahúsinu verða tónleikarnir „Af fingurm fram“ með þeim Páli Óskari, Jón Ólafsyni og Róbert bassaleikara. Tónleikarnir eru fyrir alla fjölskylduna og er frítt inn.

Lesa meira

7.6.2016 Fréttir : Leikskólinn Lönguhólar - Atvinna

Leikskólinn Lönguhólar auglýsir eftir leikskólakennurum og leiðbeinendum.

Skemmtileg vinna í boði fyrir einstaklinga 18 ára og eldri sem hafa gaman af að vinna með börnum.
Leikskólinn Lönguhólar vill fá þig í vinnu skólaárið 2016-2017, hvort sem þú ert stelpa eða strákur, kona eða karl.
Margrét Ingólfsdóttir leikskólastjóri tekur við umsóknum og veitir nánari upplýsingar í síma 470-8490, í netfangi margreti@hornafjordur.is eða á Leikskólanum Lönguhólum.
Umsóknarfrestur er til þriðjudagsins 14.júní n.k.
Lesa meira

7.6.2016 Fréttir : Ævintýra- og leikjanámskeið Sindra

Leikjanámskeið Sindra
Fyrsta námskeiðið hefst mánudaginn 6.júní.
Þátttökugjald er 12.000,- fyrir hvert námskeið og er 50% systkinaafsláttur á annað og þriðja barn.
Námskeiðin standa frá kl. 9:00-12:00. Boðið er upp á gæslu frá kl. 8:00-9:00.
Skráning á námskeiðin er í íþróttahúsinu í upphafi hvers námskeiðs.
Knattspyrnuskóli Sindra
Í júní verður Knattspyrnudeild Sindra með knattspyrnuskóla fyrir börn á aldrinum 9-12 ára.
Námskeiðið verður í 3 vikur og hefst 6.júní. Æfingar verða 4 sinnum í viku frá mánudegi - fimmtudags kl. 10:00-12:00.
Þátttökugjald er 15.000,-

Lesa meira

6.6.2016 Fréttir : GLOBAL RAFT - melting sculptures

GLOBAL RAFT, melting sculptures“ sýning listamannsins Thomasar Rappaport í Listasafni Svavars Guðnasonar. Thomas Rappaport hefur haldið fjölda sýninga í Þýskalandi og unnið um heim allan, hans helsta viðfangsefni eru loftlagsmál, hlýnun jarðar og  viður í öllum myndum.  

Lesa meira

3.6.2016 Fréttir : Hjólað óháð aldri, þakkir til styrktaraðila

Hornafjarðardeild Ferðaklúbbsins  4x4 fór af stað með söfnun fyrir áramót með því markmiði að kaupa hjól hingað á Hornafjörð. Fjölmargir tóku kalli 4x4 vel og styrktu verkefnið. Lesa meira

3.6.2016 Humarhátíð : Humarhátíð 2016 - dagskrá

Dagskrá humarhátíðar er langt á veg komin hér eru dæmi um það sem boðið verður upp á.

Humarhátíð hefst fimmtudaginn 23. júní á þjóðarkvöldi Kvennakórs Hornafjarðar í Mánagarði.

Föstudaginn 25. júní verður humarsúpa í heimahúsum.

Lesa meira

3.6.2016 Humarhátíð : Söngvaborg kennir börnum á Humarhátíð

Sigga og María í Söngvaborg ætla að sjá um söngvakeppnina á Humarhátíð. Allir sem eru á aldrinum 5 til 15 ára geta skráð sig. Þær ætla að aðstoða krakkana við að velja lag og þjálfa þau fyrir keppnina

Lesa meira

2.6.2016 Fréttir : Kynningafundur um skipulag í Skaftafelli

Kynningarfundur vegna deiliskipulagstillögu fyrir flugvöll í Skaftafelli verður haldinn í Ráðhúsi Hornafjarðar, fimmtudaginn 2. júní kl. 12:00 – 13:00. Lesa meira
Höfn

2.6.2016 Fréttir : Lögheimilisbreytingar fyrir forsetakosningar

Laugardaginn 4. júní 2016 gerir Þjóðskrá Íslands kjörskrárstofn vegna komandi forsetakosninga. Af því tilefni er minnt á að  tilkynningar um lögheimilisbreytingar þurfa að berast Þjóðskrá Íslands í síðasta lagi 3. júní

Lesa meira


 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)