Fréttir

Dagskrá Humarhátíðar 2016

23.- 26.júní

15.6.2016 Fréttir

Humarhátíð hefst fimmtudaginn 23. júní með þjóðarkvöldi Kvennkórs Hornafjarðar í Mánagarði.

Föstudaginn 24. júní verður humarsúpa í heimahúsum og er upplagt fyrir bæjarbúa og gesti að ganga um bæinn og bragða á humarsúpu hjá íbúum sem bjóða gestum og gangandi upp á súpu.
Í íþróttahúsinu verða tónleikarnir „Af fingurm fram“ með þeim Páli Óskari, Jón Ólafsyni og Róbert bassaleikara. Tónleikarnir eru fyrir alla fjölskylduna og er frítt inn.

Laugardagurinn hefst með skrúðgöngu með karnivalívafi sem endar á íþróttasvæðinu með skemmtun. Kúadellulottóið verður á sínum stað, heimsmet í humarloku, kassabílarallí og söngvakeppni. Söngvaborg býður börnum upp á aðstoð með lagaval og æfingar fyrir söngvakeppnina, óvæntur gestur mætir með þeim Siggu Beinteins, Maríu og Páli Óskari. 4x4 klúbburinn verður með sýningu. Sindri mun keppa í knattspyrnu og humarsúpa verður í boði knattspyrnudeildar á meðan leik stendur og byrgðir endast. Hoppukastalarnir verða á sínu stað. Ungmennaráð Hornafjarðar stendur fyrir fyrstu skuggakosningum sem haldnar hafa verið á Íslandi fyrir ungmenni fædd á tímabilinu 2003-1998. Í kjölfar kosninganna verður haldin kosningavaka í Nýheimum þar sem Emmsjé Gauti skemmtir gestum. Páll Óskar verður svo með stórdansleik í íþróttahúsinu á laugardagskvöldið.

Á sunnudeginum mun íþróttaálfurinn koma í heimsókn, hann mun kenna humarhátíðargestum að hreyfing og hollt mataræði er gullsígildi. Íþróttaálfurinn mun skemmta gestum með sinni fjörlegri framkomu og búa keppendur undir frjálsíþróttamótið sem hefst strax eftir að hann er búinn að hita upp. Sýningar Hornafjarðarsafna verða opnar alla helgina.

Alla helgina verður Hulda Laxdal með jóga í Hornhúsinu. Nánari tímasetningar og verð þar sem við á verður birt síðar.

Senda grein

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)