Fréttir

Halla er forseti ungmenna í Hornafirði

25.6.2016 Fréttir

Skuggakosninga Ungmennaráðs Sveitarfélagsins Hornafjarðar  voru vel heppnaðar um  58.99 % ungmenna kusu í skuggakosningum til Forseta Íslands. 
178 voru á kjörskrá 104 einstaklingar kusu í kosningunni, ekki var boðið upp á utankjörstaðaratkvæðagreiðslur.  Ungmennaráð fagnar mikillli þátttöku ungmenna í Hornafirði þrátt fyrir að margir hafi verið í fríi og ekki getað kosið þrátt fyrir vilja til þess. 

Kosningin fór sem hér segir: 

1. Halla 36,19% 

2. Davíð 18,10% 

3. Guðni 16,9 %

4. Andri 7.62%

5. Sturla 4,76% 

6. Hildur 2, 86% 

7-8. Elísabet  1,90 %

7-8. Ástþór 1,90%

9. Guðrún 0,95% 
Auð og ógild  9,52% 

Rökstuðningur ungmennaráðs fyrir framkvæmd skuggakosninga er:

Ungmenni hafa ekki áhuga á að kjósa þegar þau hafa náð kosningaaldri. Kosningaþátttaka hefur verið í sögulegu lágmarki síðustu kosningar.

Ungmennum er ekki kennt að kjósa fyrr en mótunaraldri er náð og þau telja sig hafa misst áhuga ef þau fá ekki að taka þátt í kosningum þegar þau eru að móta skoðanir sínar.

Ef ungmenni kjósa fyrr á ævinni eru þau líklegri til að kjósa þegar að kosningaaldri kemur. Rannsóknir benda til þess að sá sem kýs strax eftir að kosningaaldri er náð er líklegri  til að taka þátt í kosningum það sem eftir er ævinnar. 

Tilgangur með kosningum fyrir ungmenni er að  auka lýðræðisvitund ungs fólks með því að þau taki þátt í kosningum.

Þessi framkvæmd getur hugsanlega verið fyrirmynd fyrir önnur sveitarfélög eða hvatt til þess að skoðað verði að kosningaaldur verði lækkaður.

Einnig er hér komin farvegur til að rannsaka hvernig kosningahegðun þeirra ungmenna sem taka þátt í kosningunni verði miðað við samanburðahópa.

Ungmennaráð þakkar ungmennum í Sveitarfélaginu Hornafirði fyrir þátttökuna. 
Senda grein

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)