Fréttir

Niðurstöður Skuggakosninga

1.7.2016 Fréttir

Skuggakosninga Ungmennaráðs Sveitarfélagsins Hornafjarðar  voru vel heppnaðar um  59 % ungmenna kusu í skuggakosningum til Forseta Íslands.  Alls voru 178 á kjörskrá en 104 einstaklingar kusu í kosningunni, ekki var boðið upp á utankjörstaðaratkvæðagreiðslur.

Þegar rýnt er í niðurstöður skuggakosninganna kemur í ljós að Halla var með yfirburðasigur eða 36,19% atkvæða, Guðni Th. var í þriðja sæti með 16.9% atkvæða. Þegar úrslit kosninganna eru skoðuð og borin saman þá kemur í ljós að ungmennin kusu Höllu í samræmi við niðurstöður þeirra sem greiddu atkvæði í Suðurkjördæmi.

Þegar úrslit forsetakosninganna eru skoðuð í Suðurkjördæmi kemur í ljós að Halla var með 34,2% atkvæða en Guðni 35,2% atkvæða ekki hafa önnur úrslit verið gerð opinber.  

Niðurstöðurnar gefa til kynna að ungmenni kjósa líkt og þeir sem hafa hlotið kosningarétt þó þau hafi ekki kosið Guðna í sama mæli og almennir kjósendur á Suðurlandi, þá er spennandi að sjá niðurstöður kosninganna þegar Hagstofan hefur gefið þær út.


Skuggakosningin fór sem hér segir: 


1. Halla 36,19% 
2. Davíð 18,10% 
3. Guðni 16,9 %
4. Andri 7.62%
5. Sturla 4,76% 
6. Hildur 2, 86% 
7-8. Elísabet  1,90 %
7-8. Ástþór 1,90%
9. Guðrún 0,95% 

 Auð og ógild  9,52% 

Ungmennaráð fagnar mikillli þátttöku ungmenna í Hornafirði þrátt fyrir að margir hafi verið í fríi og ekki getað kosið þrátt fyrir vilja til þess. 

Senda grein

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)