Fréttir

Bæjarráð Sveitarfélagsins Hornafjarðar tekur undir áhyggjur Smábátafélagsins Hrollaugs

7.7.2016 Fréttir

Ró og friður

Smábátafélagið Hrollaugur krefst þess að sjávarútvegsráðherra leiðrétti úthlutun á kvóta til strandveiði á svæði D sem nær frá Borgarbyggð í Vestri að Hornafirði. Ráðherra skerti kvótann um 200 tonn og er farið fram á að sú ákvörðun verði tekin til baka. Það kemur fram að heildarkvóti smábata við Íslandsstrendur hafi verið aukinn um 400 tonn á milli ára og þykir þessi skerðing við suðausturströndina ekki í samræmi við ákvörðun um aukningu kvóta á örðum svæðum.

Bæjarráð Sveitarfélagsins tekur undir áhyggjur smábátaeigenda og telur undarlegt að á sama tími og heildarkvóti til strandveiða er aukinn um 400 tonn skuli kvótinn á svæði D sem er fyrir Suðurlandi skertur um 200 tonn. Því er aukninga á öðrum svæðum 600 tonn, af þessu má sjá að möguleikar til nýliðunar eru minni á svæði D en öðrum svæðum.

Sjá nánar fundargerð bæjarráðs og bréf Smábátafélagsins Hrollaugs

http://www.hornafjordur.is/stjornsysla/stjornsyslan/Fundargerdir/


Senda grein

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)