Fréttir

Átak til að fjarlægja ónýtar girðingar

12.8.2016 Fréttir

Sveitarfélagið Hornafjörður tekur um þessar mundir þátt í hvatningarátaki til fjarlægingar ónýtra girðinga í samstarfi við Náttúruverndarsamtök Austurlands - NAUST, ásamt fleiri sveitarfélögum á Austurlandi.

Tilgangur átaksins er fyrst og fremst vitundarvakning þar sem reynt er að auka meðvitund fólks fyrir ónýtum girðingum og öðru rusli í náttúrunni. Sveitarfélögin sem þátt taka bjóða landeigendum upp á ákveðna aðstoð og hvati fyrir tiltekt er því fyrir hendi.

Aðstoð í boði: Sveitarfélagið er með gáma í sveitum. Efnið skal vera aðgreint þannig að gott sé að taka við því. Einnig er tekið á móti efni sem komið er með.

júlí

Lón, við Jökulsá

Mýrar, við Holt

Í ágúst

Nes, ofan við Nesjahverfi

Suðursveit, við Hrollaugstaði

Öræfi,

Landeigendur hafið samband við Áhaldahús eða Birgi og látið vita hvar sveitarfélagið getur nálgast girðingarefnið.

Birgir Árnason bæjarverkstjóri tekur við  fyrirspurnum í símum 470 8027 – 8951473

Sveitarfélagið Hornafjörður og NAUST hvetja landeigendur til að taka til hendinni og nýta sér þá aðstoð sem í boði er.


Senda grein

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)