Fréttir

Grendarkynning á viðbyggingu leikskólans Lönguhóla

19.8.2016 Fréttir

Skipulagsnefnd samþykkti á fundi sínum þann 17. ágúst 2016 að grenndarkynna fyrirhugaða viðbyggingu við leikskólann Lönguhóla staðsettan á Kirkjubraut 47 og að málsmeðferð verði skv. 44. gr. skipulagslaga.

Fyrirhuguð viðbygging er u.þ.b. 550 m² eins og sjá má á meðfylgjandi uppdrætti dags. 16. ágúst 2016. Eftir þessa framkvæmd  leggst rekstur við leikskólann Krakkakot að Víkurbraut 24 af. Til upplýsinga þá er einnig unnið að betrumbótum á umferðaröryggi á svæðinu sem mun fara í kynningu síðar.

Hér er hægt að skoða teikningar


Senda grein

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)