Fréttir

Endurvinnslutunnan ekki tæmd

6.9.2016 Fréttir

Eins og áður hefur komið fram hefur flokkun í endurvinnslutunnuna ekki verið nógu góð, almennt sorp er á mörgum stöðum sett í endurvinnslutunnuna sem gerir það að verkum að endurvinnsluefnið blotnar og eiðilegst þegar þessi efni blandast saman. Ákveðið var að taka á málinu og senda starfsmenn sveitarfélagsins með sorphirðubílnum og meta hvort tæma átti endurvinnslutunnuna. Það kom í ljós að nokkur heimili voru ekki að standa sig og var tunnan ekki tæmd hjá þeim og þeim boðið upp á að tæma tunnuna gegn gjaldi eða fara með hana sjálf í gámaportið.

Fólki er bent á að  ef ekki er áhugi eða vilji á að flokka endurvinnanlega efnið þá er hægt að skipta endurvinnslutunnunni í almenna tunnu gegn gjaldi.

Einnig bar mikið á því að fólk setur endurvinnanlega efnið í plastpoka en þá eingöngu að setja blöð í plastpoka en annað efni á að fara laust í endurvinnslutunnuna
Senda grein

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)