Fréttir

Tvær sýningar í Listasafni Svavars Guðnasonar

22.3.2013 Fréttir

Gudmunda-Andresdottir,-1971,-Atrunadur.
Mynd 1 af 3
1 2 3


Miðvikudaginn 27. mars opna tvær sýningar í Listasafni. Í fremra rýminu opnar sýning Guðrúnar Ingólfsdóttur, Lífsdans.

Á sýningunni gefur að líta verk sem Guðrún hefur unnið síðustu mánuði. Litagleðin er allsráðandi og sýningin einkennist af samspili einstaklinga sem leita samhljóms í lífsdansinum.
 
Í salnum opnar sýning sem unnin er í samvinnu við Listasafn Íslands og Listasafn Árnesinga. Sýningin heitir Samstíga og er hugsuð sem framhald sýningar á verkum Gunnlaugs Scheving sem var sýnd í fyrra.

Á sýningunni er að finna fólkið sem var samstíga Svavari Guðnasyni og verk þeirra afrakstur mikils umróts í heimi myndlistar á árunum frá 1940-1970. Ýmis hugtök eru tengd þessum tíma og tengjast verkunum beint og óbeint og gestum gefið færi á að velta þeim fyrir sér og finna tengingu milli hugmynda og verka.  Á sýningunni eru verk eftir Svavar, Nínu Tryggvadóttur, Hörð Ágústsson, Guðmundu Andrésdóttur, Karl Kvaran, Eyborgu og Guðmund Benediktsson.
 
Sýningarnar verða opnar til 2. júní á afgreiðslutíma ráðhússins, 9-12 og 13-15.

BB

Senda grein

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)