Fréttir

Skrúðgangan á Humarhátíð 2013 verður á laugardagskvöldið

24.6.2013 Fréttir

Kvennakór Hornafjarðar mun að þessu sinni sjá um skrúðgönguna á Humarhátíðinni og verður hún með breyttu sniði frá undanförnum árum. Í ár verður skrúðgangan á LAUGARDAGSKVÖLDIÐ 29.JÚNÍ KL.20:30, lagt verður af stað frá N1, Vesturbraut, leiðina sem gangan fer má sjá á meðfylgjandi mynd.

Gangan mun enda á Sindravöllum þar sem æsispennandi Hæfileikakeppni hverfanna mun fara fram og að keppninni lokinni mun dagskráin á hátíðarsviðinu hefjast.

Ýmsar skemmtilegar uppákomur verða í göngunni og hvetjum við Hornfirðinga til þess að fjölmenna í ár! Eins óskum við eftir því að fólk, fullorðnir og börn, dressi sig upp með skautleg höfuðföt, í grímubúningum og/eða öðrum skrautfatnaði og hjálpi okkur að setja enn skemmtilegri svip á gönguna.

Gömlu góðu hverfaátíðirnar voru skemmtileg hefð sem því miður lagðist niður, en með breytingum er hægt að vekja gamlar og góðar hefðir og viljum við hvetja hverfin til að taka sig saman og endurvekja hverfahátíðirnar. Nú verður spennandi að sjá hvaða hverfi er öflugasta hverfið! :-)

Hlökkum til að sjá sem flesta um næstu helgi

 

Senda grein

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)