Fréttir

Bóka- og rithöfundakynning í Pakkhúsinu 27. nóvember

Árleg bóka- og rithöfundakynning Menningarmiðstöðvarinnar

27.11.2013 Fréttir

Bóka og rithöfundakynning  í Pakkhúsinu 27. nóvember

Hin árlega rithöfundakynning á vegum Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar verður í Pakkhúsinu miðvikudaginn 27. nóvember nk. kl. 20:30.

Þeir rithöfundar sem heimsækja okkur nú eru:
    Bjarki Karlsson  sem flytur ljóð  úr ljóðabók sinni Árleysi alda
    Guðni Ágústsson sem les úr bók sinni, Guðni, léttur í lund.
    Hrafnhildur Valgarðsdóttir les úr bók sinni, Söngur Súlu
    Heiðrún Ólafsdóttur les ljóð úr ljóðabók sinni Af hjaranum.
    Þórdís Gísladóttir les úr bók sinni, Randalín og Mundi í Leynilundi.
    Vala Garðarsdóttir les úr bókinni, Alla mína Stelpuspilatíð, eftir Sigríði K Þorgrímsdóttur.
   
Nokkrir nemendur Tónskóla Austur-Skaftafellssýslu munu flytja tónlist á milli upplestra.

Sjáumst sem flest í Pakkhúsinu á miðvikudag og eigum notalega kvöldstund í skammdeginu.

Menningarmiðstöð Hornafjarðar

Senda grein

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)