Fréttir

Leiksýningin "Skrímslið litla systir mín" sýnd í Sindrabæ

Sunnudaginn 9. febrúar

3.2.2014 Fréttir

Mynd 1 af 2
1 2

Leiksýningin „Skrímslið litla systir mín“ verður sýnd í Sindrabæ, sunnudaginn 9. febrúar    kl 13:00.
Skrímslið litla systir mín er saga um strák sem ferðast gegnum skuggalega skóga, dimmar drekaslóðir og alla leið á heimsenda, en lærir í leiðinni að elska litlu systur sína.
Sýningin var valin barnasýning ársins 2012.
Litla skrímslið er listræn leiksýning fyrir börn þar sem leikkonan notar pappír, tónlist og ljós til að segja þeim sögu. Sögu um það hvernig maður getur lært að elska - jafnvel skrímsli. Leikkonan býður börnunum inní hvítan pappírsheim. Pappírinn lifnar smám saman við og verður að persónum sögunnar. Aðal söguhetjan er drengur sem hefur nýlega eignast litla systur. Hann kemst reyndar fljótlega að því að hún er ekkert venjulegt barn heldur skrímsli sem ætlar að éta mömmu hans upp til agna og kannski bara allan heiminn.

Höfundur og hönnuður: Helga Arnalds                   
Leikstjóri og meðhönnuður: Charlotte Böving                                  
Bundið mál: Hallveig Thorlacius                           
Flytjandi: Helga Arnalds.        .

Miðaverð: 5 ára og yngri - 500,-
               6 ára og eldri - 1000,-
Miðasala við innganginn.

Hér er lítil klippa frá sýningunni:
 http://www.youtube.com/watch?v=iyk3tF3SPz8

Allir velkomnir
Menningarmiðstöð Hornafjarðar
Senda grein

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)