Fréttir

Fyrsta ferð Barnastarfsins í dag kl. 13

Mæting á Bókasafnið

10.6.2014 Fréttir

Barnastarf Menningarmiðstöðvarinnar hefst í dag, 10. júní með fuglaskoðunarferð  í Ósland. Mæting klukkan 13:00 á Bókasafnið. Allir ungir sem aldnir eru velkomnir í þessa fyrstu barnastarfsferð sumarsins.

Það verður á nógu að taka í sumar að vanda en boðið verður upp á 10 ólíkar ferðir sem ættu að höfða til allra. Við verðum á víð og dreif um sveitarfélagið og skoðum náttúruna, dýralífið og landslagið með leiðsögn frá góðu fólki. Samið hefur verið við Fjallastakka ehf um akstur  í lengri ferðir.

Börn frá sjö ára aldri eru velkomin með í ferðirnar en þeir sem eru yngri en 7 ára verða að vera í fylgd með fullorðnum. Mjög mikilvægt er að skrá sig á Bókasafninu í Nýheimum fyrir allar ferðir í síma 4708050. Taka þarf nesti með í allar ferðirnar svo maður verði ekki svangur og klæða sig eftir veðri.

Verðið á þessum ferðum hefur haldist óbreytt frá upphafi og kostar 500 krónur á manninn að koma með í ferðir á vegum Barnastarfs Menningarmiðstöðvar. Ferðirnar eru alltaf á þriðjudögum klukkan 13:00 og auglýst verður á heimasíðu sveitarfélagsins, hornafjordur.is og facebook síðu Hornafjarðarsafna. Eftir hverja ferð eru svo birtar myndir og smá samantekt á síðu sveitarfélagsins.

Ferðir sumarið 2014
10. júní.    Fuglaskoðun í Óslandi,
24. júní.    Lúruveiði í Hornafirði
1. júlí.       Heimsókn í Vöruhúsið..
8. júlí.       Ferð í Heinaberg  
15. júli.     Pottaferð að Hoffelli,
22. júlí.     Skreiðarskemma, Verbúð og Gamlabúð
29. júlí.     Fjöruferð að Horni og víkingaþorpið heimsótt
5. ágúst.   Ferð í Mikley
12. ágúst.  Hvað er byggðasafn? Byggðasafnið heimsótt og starfstöðvar skoðaðar
19. ágúst.  Óvissuferð.

Hlökkum til að sjá ykkur í sumar
Starfsfólk Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar og Hornafjarðarsafna

Senda grein

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)