Fréttir

MJÓLKURSTÖÐIN / SÝNING

Opið í sumar milli 9-21

26.6.2014 Fréttir

Mynd 1 af 2
1 2

Mjólkurstöðin verður opin í sumar alla daga milli 09-21. Húsinu er skipt í fimm sali og verður hægt að ganga á milli þeirra. Þeim er skipt eftirfarandi:
Salur 1#
LJÓSMYNDA- & HLJÓÐSÝNING „HVÍTUR, HVÍTUR DAGUR“
TÓNVERK: ÁSGEIR AÐALSTEINSSON
Sýningin fjallar um fjarlægðir og upplýsingar í mynd og hljóði og hvernig þau tengjast saman. Bilið milli þess að vera eitthvað og vera ekki neitt. Bilið milli þess að vera tónlist og vera hljóð. Bilið milli þess að vera svart og hvítt. Hugmyndin bak við sýninguna er að tengja saman hljóð og mynd og reyna þannig að skapa kröftugt andrúmsloft kringum hverja mynd auk samhljóms meðal verka.
Hægt er að spila, stoppa, spóla fram og til baka eins og maður vill.
Ljósmyndirnar eru teknar á 35 og 120mm filmu og eru unnar í myrkraherbergi.
Engin tölvuvinnsla er á myndunum.
Salur 2#
KVIKMYNDASALUR
Sýnd verða þrjú kvikmyndaverk:
SJÖ BÁTAR, 2014, 10 min
Maður berst fyrir lífi sínu úti á opnu hafi. Sjö bátar umkringja hann.
MÁLARINN, 2013, 30 min
Við fylgjumst með listmálara sem er vel þekktur og býr einn og er einangraður. Þar sem hann hefur aðeins einblínt á sína vinnu og verk að þá á hann erfitt með að takast á við son hans sem birtist allt í einu og nú, kemur honum í ójafnvægi og kemur einnig í veg fyrir að hann geti unnið.
KÚABJÖLLUR, 2013, 4 min
Bjartur sumar morgunn, við sjáum stelpu vera að leita af hundinum sínum.
SALUR 3#
MÁLVERK & SKÚLPTÚR
Salurinn breytist og þróast í sumar.
(Videoverkið „Home Soil“, í sal 1# hefur sterka tengingu við sal 3# og er mælt með því að byrja að horfa á hana).
Salur 4#
VIDEOVERK "HOME SOIL", 32 min
Tónskáld: TOKE ODIN (Tónverkið hans verður fyrst flutt með myndinni um miðjan Júlí)
Video verkið sýnir 9 daga kreatíft ferli.
Salur 5#
PRÍVAT / ÓPRÍVAT
Sjónrænar dagbókarskissur

HJÁLP / SPURNINGAR
Listamaðurinn er með vinnustofu í byggingunni; ef ykkur vantar hjálp eða eruð með spurningar: 00354 8683090, hpalmason@gmail.com, http://hpalmason.com

GRAÐALOFTIÐ / STUDIO

Graðaloftið við Miklagarð verður einnig opið í sumar eftir henntisemi.


Senda grein

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)