Fréttir

Á hraða íss frá jökli til sjávar

Nútíma danssýning í Listasafni Svavars Guðnasonar 19. og 20. ágúst

19.8.2014 Fréttir

Gelid Phase, visual sound performance, er samstafsverkefni milli sænskra hljóðlistarmanna og íslenskrar listakonu, Ragnheiðar Bjarnason. Verkið er sjónræn hljóðlist sem inniheldur hreyfingar, hljóðverk og myndbands-list. Verkið er sprottið upp úr hugmyndum um hraða nútíma samfélagsins og hvernig allt gerist á ljóshraða óháð formi. Sýningin vísar í bráðnun heimsskautspólanna með ádeilu í mannanna verk er kristallast í loftslagsbreytingum og súrnun sjávar sem er án efa áhyggjuefni allrar heimsbyggðarinnar.
Hópurinn verður á sýningarferð um Ísland í ágúst og mun sýna í Listasal Svavars Guðnasonar á Höfn í Hornafirði, Sláturhúsinu Egilstöðum og Dansverkstæðinu Skúlagötu, Reykjavík.
Sýningar á Höfn verða 19. ágúst klukkan 12.15 og 20. ágúst klukkan 17.00.

Allir velkomnir,
Starfsfólk Listasafns Svavars Guðnasonar


Senda grein

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)