Fréttir

Allir lesa leikur

allirlesa.is

16.10.2014 Fréttir

Lestur gerir lífið skemmtilegra. Allir lesa er leikur sem gengur út á að opna bók, skrá lestur á einfaldan hátt og taka þátt í skemmtilegri keppni með fjölskyldu og félögum. Vertu með í landsleik í lestri.

Um leikinn

Allir lesa er landsleikur í lestri sem fer fram 17. október til 16. nóvember ár hvert og lýkur honum því á degi íslenskrar tungu. Þátttakendur skrá lestur sinn í lestrardagbókina á vefnum allirlesa.is og taka þátt í leiknum með því að vera í ákveðnu liði. Þau lið sem verja mestum tíma í lestur standa uppi sem sigurvegarar. Hvert lið velur liðsstjóra sem heldur utan um liðið og lestur þess. Liðsstjóri getur skráð allan lestur liðsins eða hver liðsmaður fyrir sig skráir sinn lestur.

Það skiptir ekki máli hvernig bækur þú lest eða hvort þú lest prentaðan texta, rafbók eða hljóðbók - allar tegundir bóka eru gjaldgengar í keppninni. Hér er átt við bækur sem innihalda til dæmis skáldskap, fræði, skýrslur eða eitthvað allt annað.

Allir mega taka þátt! Stofnaðu lið með fjölskyldunni, vinunum, bekknum, vinnufélögunum eða hverjum sem er.

Lestrardagbókin þín verður áfram opin á vefnum eftir að keppninni lýkur 16. nóvember og þar getur þú haldið utan um eigin lestur. Þar getur þú líka tekið þátt í lestrarsamfélagi á netinu allan ársins hring með Allir lesa.

Aðstandendur Allir lesa eru: Miðstöð íslenskra bókmennta og Reykjavík Bókmenntaborg Unesco.

Samstarfsaðilar eru Félag íslenskra bókaútgefenda, ÍSÍ, Mennta- og menningarmálaráðuneyti, Mjólkursamsalan, RÚV, Síminn og SA og Rannís.

Mikilvægar dagsetningar

10. október 2014. Skráning hefst.

17. október 2014. Liðakeppnin hefst.

16. nóvember 2014. Síðasti keppnisdagur. Skráningu lesinna stunda í landsleiknum lýkur á miðnætti. Lestrardagbókin þín er opin áfram árið um kring.

22. nóvember 2014. Landslið í lestri verðlaunað.

10. október 2015. Opnað fyrir skráningu liða í landsleik Allir lesa 2015.

Senda grein

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)