Fréttir

Allar konur í Hornafirði til sjávar og sveita!

Nýheimar, 30. október kl. 20:00

29.10.2014 Fréttir

Nú þegar komið er undir lok árs 2014 er ekki seinna vænna en að hinir skeleggu kvenmenn þessa héraðs hittist til skrafs og ráðagerða.
Á næsta ári þann 19. júní 2015 munum við fagna 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi. Viljum við að því tilefni hvetja allar konur að koma til fundar í Nýheimum fimmtudagskvöldið 30.október næstkomandi kl. 20.00.
Þar er ætlunin að sameina krafta okkar og hugsjónir í þeim tilgangi að standa saman að undirbúningi að þessum merka viðburði og gera honum hátt undir höfði eins og hornfirskum konum einum er lagið.

Með von um góða mætingu
og samstöðu,
Starfsfólk Hornafjarðarsafna


Senda grein

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)