Fréttir

Rithöfundakynning í Pakkhúsinu

Miðvikudaginn 3.desember kl. 20:30

2.12.2014 Fréttir

Árlegur upplestur rithöfunda verður í Pakkhúsinu Miðvikudaginn 3.desember klukkan 20:30
Alls eru fimm rithöfundar sem heimsækja okkur í þetta sinn og þeir eru Elísabet Jökulsdóttir sem les upp úr bók móður sinnar Jóhönnu Kristjónsdóttur ,,Svarthvítir dagar“, Guðni Líndal Benediktsson les upp úr bók sinni ,,Leitin að Blóðey“, Hrönn Jónsdóttir les upp úr bók sinni ,,Árdagsblik“, Kristín Steinsdóttir les upp úr bók sinni ,,Vonarlandið“ og Ófeigur Sigurðsson les upp úr bók sinni ,, Öræfi“.                
Einnig verður lesið upp úr Skaftfellingi og tónlistaratriði flutt.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
Piparkökur í boði og kaffi á boðstólum.
Senda grein

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)