Fréttir

Opnun sýningarinnar "Samfélag í mótun" í dag!

Listasafn Svavars Guðnasonar kl. 17.

16.1.2015 Fréttir

Sýningin “Samfélag í mótun” opnar í dag kl. 17.00 í Listasafni Svavars Guðnasonar.
Léttar veitingar í boði og allir hjartanlega velkomnir!
 
Samfélagið í Hornafirði frá lokum nítjándu aldar fram undir miðbik tuttugustu aldar sem sýnd er í Listasafni Svavars Guðnasonar tekur fyrir sögur í Austur – Skaftafellssýslu þegar samfélagið var í mótun með sínum öru breytingum og myndun og mótun þéttbýlis.


Tímabilið sem sýningin nær yfir er frá lokum nítjándu aldar fram undir miðbik þeirrar tuttugustu, líkt og segir í titli sýningarinnar. Á þessu tímabili var þéttbýlismyndun að taka á sig mynd í landi Hafnarness, sem síðar fékk nafnið Höfn. Þegar líða tók á tuttugustu öldina urðu breytingar á högum margra í sýslunni með tilkomu tækninnar. Það má svo segja að stökkið inn í nútímann hafi orðið með tilkomu hersins þegar allskyns vörur og hlutir fóru að sjást á borðum íbúa sýslunnar. Samfélagið var þó langt frá því að vera fullmótað og hefur það haldið áfram að mótast í takt við tímann eins og sagan sannar.
Senda grein

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)