Fréttir

Stofnun Hollvinasamtaka Miklagarðs

Í kvöld Nýheimum kl. 20.00

21.1.2015 Fréttir

Kæru Hornfirðingar nær og fjærÍ hartnær 100 ár hefur Mikligarður verið undirstaðan í samfélags- og atvinnuþróun á Höfn og í  Hornafirði. Í honum hefur sagan tekið á sig myndir og skilið eftir minningar hjá flestum þeirra sem hingað komu til vinnu og vertíða. Mikligarður var þó ekki bara verbúð, í honum fóru fram samkomur af ýmsum toga m.a. dansskóli og dansleikir, stúkufundir, skóla- og fundarhald.  Ungmennafélagið Sindri var stofnað í Miklagarði og fór kirkjuhald fram undir hans þaki í mörg ár. Margir fengu að dvelja í Miklagarði meðan verið var að koma undir sig fótunum og er óhætt að segja að í Miklagarði hafi verið líf og fjör.

Stofnfundur Hollvinasamtaka Miklagarðs verður í Nýheimum 21. janúar n.k. kl. 20.00

Óskum eftir að sjá sem flesta
Starfsfólk Hornafjarðarsafna
Senda grein

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)