Fréttir

Þrykkjan rís fyrir réttindum kvenna!

Heppuskóli í dag - kl. 12:00

12.2.2015 Fréttir

Milljarður rís er alþjóðleg herferð þar sem fólk kemur saman til að dansa fyrir réttlæti, fyrir heimi þar sem konur og stúlkur þurfa ekki að óttast ofbeldi og fá að njóta sömu tækifæra og karlmenn. Herferðin hefur notið síaukinna vinsælda síðustu ár en á síðasta ári kom saman einn milljarður manna í 207 löndum sem dansaði gegn kynbundnu ofbeldi.

Félagsmiðstöðin Þrykkjan tekur stolt þátt í herferðinni og hvetur aðra til að gera slíkt hið sama. Til að virkja sem flesta hefur Þrykkjan gengið til liðs við Grunnskóla Hornafjarðar og fær dansinn að duna í Heppuskóla í hádeginu í dag, kl. 12:00.

Fyrir hönd Þrykkjunnar viljum við hvetja alla til að mæta, láta gott af sér leiða og segja í leiðinni FOKK OFBELDI!

Dagbjört Ýr Kiesel, tómstundafulltrúi Hornafjarðar og Agnes Jóhannsdóttir, varaformaður Þrykkjuráðs.
Senda grein

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)