Fréttir

Sveitarfélagið auglýsir eftir starfsfólki

29.8.2016 Fréttir

Sveitarfélagið auglýsir eftir starfsfólki til hinna ýmsu starfa hjá stofnunum þess. Meðal þeirra starfa sem auglýst er eftit eru; forstöðumaður Menningarmiðstöðvar, héraðskjalavörður, starfsmaður í áhaldahús, leikskólastjóri og leikskólakennarar. nánar má finna upplýsingar um þessi störf og önnur störf hér

Hornafjörður er blómstrandi 2200 manna samfélag. Höfn, stærsti þéttbýlisstaðurinn er öflugur útgerðarbær.  Í sveitarfélaginu eru tveir grunnskólar, Tónskóli og tveir leikskólar. Framhaldskóli og rannsóknasetur Háskóla Íslands eru í Nýheimum, Menningarmiðstöð ásamt almenningsbókasafni, Náttúrustofu Suðausturlands og Fræðsluneti Suðurlands.

Mikið menningarlíf er í sveitarfélaginu, kórar, leikfélag, ýmis félagasamtök og fjölbreytt framboð námskeiða í Vöruhúsi. Félagsstarf er öflugt fjölbreyttar íþróttir fyrir börn, ný almenningssundlaug, íþróttahús, líkamsræktarstöð og knatthús. Samgöngur eru greiðar, beint flug er til Hafnar og Strætó gengur til Hafnar frá Reykjavík.

Senda grein

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)