Fréttir

Afmælisráðstefna og heimsókn mennta- og menningamálaráðherra

2.10.2012 Fréttir

Katrín Jakobsdóttir mun heimsækja ýmsar mennta og menningastofnarnir Hornafjarðar miðvikudaginn 3. október og kynna sér málefni þeirra ásamt því að sitja afmælisráðstefnu FAS og Nýheima.

Allir eru hvattir til að mæta á afmælisráðstefnuna kl.14:45.

Gestir afmælisráðstefnu FAS og Nýheima eru Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Jón Torfi Jónasson frá Háskóla Íslands.

Afmælisráðstefna FAS og Nýheima 3.október dagskrá:

Kaffi í Nýheimum kl:14:45

Dagskrá hefst kl. 15:15

1.      Staða og framtíð FAS, Eyjólfur Guðmundsson, skólameistari FAS.
2.      Staða og framtíð Nýheima Hjalti Þór Vignisson Bæjarstjóri Hornafjarðar.
3.      Lærdómssamfélagið Hornafjörður Ragnhildur Jónsdóttir Fræðslustjóri Hornafjarðar.
4.      Mennta- og menningarmál á landsbyggðinni, Katrín Jakobsdóttir, Mennta og menningamálaráðherra og fulltrúi frá Háskóla   Íslands Jón Torfi Jónasson.
5.      Umræður

Fundarstjóri: Árdís Halldórsdóttir

Allir hjartanlega velkomnir.

 

 

 

BB


Senda grein

 
Fréttir


TungumálÚtlit síðu:

Brúin yfir Kotá hækkuð Lögreglan á Höfn við eftirlitsstörf Heimir Þór þurrkar fjallagrös Frá brunanum í Akurey (úr myndasafni)