Fuglar

Svartur svanur

Svartir svanir

Svartur svanur sást fyrir nokkrum dögum í Lóninu  og daginn eftir einn í Álftafirði en ekki er vitað hvort þar hefur verið sami fuglinn og í Lóninu.

Lesa meira
Álftapar

Álftirnar Sigrún og Finnur komnar til landsins

Lítið var um álftir í Lóninu í vetur, nánast ekkert segir Björn Arnarson starfsmaður Fuglaathugunarstöðvar Suðausturlands en nú eru  komnir hópar bæði af öndum og álftum

Lesa meira
Nátthegri

Nátthegri á Jaðri í Suðursveit

Nátthegri sást á Jaðri í Suðursveit í gær 13.október og er þetta í áttunda skipti sem hann sést hér á landi og í fyrsta skipti á hann sést í Austur-Skaftafellssýslu. Náttheri (Nycticorax nycticorax) er varpfugl í sunnanverðri Evrópu, kubbslegur með hlutfallslega stuttann háls og lappir. Stærð hans er frá 58-72 cm, en kvennfuglinn er að meðaltali aðeins minni en karlfuglinn. |nl| Lesa meira
Mikið af álftum í Hornafirði

Mikið af álftum og gæsum

Óhemjumikið er af gæsum á túnum bænda í Hornafirði þessa dagana og auðséð að þær eru meðvitaðar um að gæsaveiði sé bönnuð á vorin, svo rólegar eru þær og nýta sér vel nýgræðinginn á túnunum. Álftapör skipta tugum meðfram þjóðveginum í Austur Skaftafellssýslu og eru margar álftirnar mjög gæfar. Álftapar, líklegast það sama sem í mörg ár hefur verpt rétt við þjóðveginn í landi Krossbæjar í Nesjum, var í gær sumardaginn fyrsta önnum kafin við hreiðurgerð eða að laga til í gamla hreiðrinu. Björn Arnarson fuglaáhugamaður segir að álftirnar séu byrjaðar að verpa og 11. apríl fann hann fyrsta hreiðrið sem hann segir að sé heldur í fyrra lagi. Lesa meira

 

TungumálÚtlit síðu:

Skúmur (Mynd BA) Trjámáfur (Mynd BA) Elrigreipur undir Eyjafjöllum (mynd:Björn Arnarson) Holudúfa á Hala í Suðursveit (mynd:Björn Arnarson)