Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta

Skálatindar 2016

Skálatindar hjá 5. - 10. bekk - 06.09.2016 Fréttir

Að vanda var gaman þegar 5. - 10. bekkur hélt í sína árlegu haustgöngu sem að þessu sinni var um Skálatindana eða fyrir neðan þá ef menn vildu ekki ganga mjög mikið.

Lesa meira

Fræðsla fyrir foreldra um kvíða barna og unglinga - 26.08.2016 Fréttir

Miðvikudagskvöldið 31. ágúst kl. 20:00 í Heppuskóla verður Margrét Birna Þórarinsdóttir sálfræðingur með fræðslu fyrir foreldra um kvíða barna og ungling.

Margrét Birna hefur sérhæft sig í vinnu með börnum og unglingum og á miðvikudaginn mun hún m.a. fjalla um eðli kvíða og kenna aðferðir við að takast á við kvíðavekjandi aðstæður.

Fyrirlesturinn verður í stofum 4 og 5 í Heppuskóla. Þar sem bærinn okkar er lítill teljum við eðlilegt að bjóða foreldrum nemenda, frá leikskóla til framhaldsskóla, að koma á fyrirlesturinn. 

Lesa meira

Kvíði barna og unglinga - 26.08.2016 Fréttir

Á miðvikudaginn næsta, 31. ágúst kemur Margrét Birna Þórarinsdóttir sálfræðingur í heimsókn í grunnskólann með fræðslu um kvíða barna og unglinga. Hún mun hitta nemendur í 7. – 10. bekk og starfsmenn en einnig verður hún með fyrirlestur fyrir foreldra á miðvikudagskvöld kl. 20:00

Lesa meira

Skólastarf að fara í gang  - 11.08.2016 Fréttir

Þá líður að því að skólastarf fari í gang í Grunnskóla Hornafjarðar. Mánudaginn 15. ágúst mæta allir starfsmenn skólans til vinnu. Nemendur og foreldrar verða kallaðir í skólasetningarviðtöl 23. og 24. ágúst og formleg kennsla hefst 25. ágúst. Innkaupalistar fyrir veturinn eru í Nettó og Martölvunni en einnig má sjá þá hér.  

Lesa meira

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: