Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta
Litla hjúkrunarkonan
Litla hjúkrunarkonan

Líf og fjör á Öskudag

25.02.2004

Þá er Öskudagurinn runnin upp með öllu því fjöri sem honum fylgir. Í Nesjaskóla og Hafnarskóla mæta börnin í grímubúningum í skólann og skólastarfið snýst allt um þennan ágæta dag. Þorvaldur Viktorsson skólastjóri Nesjaskóla sagði að þar yrði margt sér til gamans gert, börn og kennarar væru grímubúin og vegleg skemmtun með tilheyrandi dansleik yrði í Mánagarði, mötuneyti skólans býður upp á hamborgara í tilefni dagsins og hápunkturinn yrði síðan þegar kötturinn yrði sleginn úr tunnunni.

Í Hafnarskóla eru krakkarnir að æfa söngva og mála sig fyrir bæjarrölt sem hefst kl. 10:00 og skóladeginum lýkur síðan með balli í íþróttahúsinu kl. 13:10 ? 14:30.
Þegar líða fer á daginn gera allir sem vettlingi geta valdið sig klár á Öskudagsball sem haldið verður í íþróttahúsinu kl. 17 ? 19. Ballið er haldið í samvinnu 5. og 6. flokks stelpna hjá Sindra, Æskulýðs og tómstundaráðs og Sparisjóðs Hornafjarðar.

Senda grein

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: