Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta
Stóra upplestrarkeppnin 2005
Stóra upplestrarkeppnin 2005
Jóhann Atli Hafliðason frá Grunnskóla Djúpavogs sigraði, í öðru sæti var Karitas Björt Óskarsdóttir frá Hafnarskóla (lengst til vinstri) og í þriðja sæti Iðunn Tara Ásgrímsdóttir einnig úr Hafnarskóla. Hjá þeim stendur Baldur
Mynd 1 af 2
1 2

Úrslit í Stóru upplestrarkeppninni

18.04.2005

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram á Djúpavogi í gær. Allir upplesararnir stóðu sig mjög vel. Jóhann Atli Hafliðason frá Grunnskóla Djúpavogs sigraði, í öðru sæti var Karitas Björt Óskarsdóttir frá Hafnarskóla og í þriðja sæti Iðunn Tara Ásgrímsdóttir einnig úr Hafnarskóla. Á meðan dómarar réðu ráðum sínum sungu nemendur Grunnskóla Djúpavogs nokkur lög undir stjórn Berglindar Einarsdóttur við undirleik Snæbjörns Sigurðarsonar.


Einnig léku nemendur Tónskóla Djúpavogs, undir stjórn Svavars Sigurðssonar nokkur lög, auk þess sem Rappsveitin Slípirokkarnir kom fram. Í hléi bauð foreldrafélag Grunnskólans upp á glæsilegar veitingar.

Senda grein

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: