Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta
Frá Laugum 2007
Frá Laugum 2007

Fréttir frá Laugum

07.03.2007

Nú er runninn upp dagur þrjú á Laugum. Allt hefur gengið að óskum. Krakkarnir eru til fyrirmyndar og njóta sín vel hér í sveitinni. Í gær komu krakkar frá Eyrarbakka og Hofsósi og þau eru að byrja að hrista sig saman við okkar krakka. Námskeiðin byrjuðu í gær og krakkarnir voru ánægð.Í dag er einn hópur í gönguferð, annar í skyndihjálp og enn annar í leikjum og sprelli í íþróttahúsinu svo eitthvað sé nefnt. Hér er nóg við að vera og alltaf fjör í borðtennis- og pool herberginu!

Í gærkvöldi var svo í boði bæði brjóstsykursgerð og afar spennandi spurningakeppni í íþróttahúsinu. Bestu kveðjur til allra, Geirlaug og Steinar

Senda grein

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: