Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta
forv1
forv1

Forvarnarmyndbönd hjá 8.bekk

25.04.2007

Nemendur í 8.bekk Heppuskóla hafa í vetur unnið að forvarnarverkefni eins og gert hefur verið undanfarin ár. Í vetur hafa verið unnar stuttar auglýsingar eða stuttmyndir. Árganginum var skipt upp í átta hópa og tók hver hópur fyrir ákveðið atriði. Mánudaginn 23.apríl var afraksturinn síðan sýndur fyrir nemendur skólans og var ekki annað að sjá og heyra en að allir væru ánægðir með hvernig til hafði tekist. Myndirnar verða sýndar á sérstakri foreldrasýningu miðvikudaginn 2.maí kl. 20:00 í Sindrabæ.

Í vetur var fengin til liðs við krakkana Hlynur Pálmason sem fengist hefur við stuttmyndagerð í mörg ár og hefur einnig menntað sig í kvikmyndagerð. Aðrir sem aðstoðuðu krakkana voru Björn Sigfinnsson tölvukennari við Heppuskóla og Haukur Helgi Þorvaldsson æskulýðsfulltrúi.

Senda grein

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: