Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta

Veggskreyting

Veggskreyting í tilefni 110 ára afmælis Hafnar - 16.05.2007 Maí

Á dögunum bauð Menningarmálanefnd nemendum í Hafnarskóla að mála vegginn við Brautarholt í tilefni 110 ára afmælis Hafnar. Þessu boði var að sjálfsögðu vel tekið og flestir nemendur fullir áhuga bæði við hugmyndavinnu og málun segir Þórgunnur Torfadóttir skólastjóri. "Það sjaldan sem við fáum svona verðug verkefni til að spreyta okkur á og erum við að sjálfsögðu afar stolt yfir þessu trausti og vöndum okkur eins og við getum" sagði Þórgunnur. Veggskreytingin er unnin út frá hugmyndum nemenda og markmiðið er að allir nemendur eigi hlut í myndinni. Nú þegar hafa allir nemendur fengið að fara einu sinni og mála og í næstu viku mega allir fara aftur. Lesa meira
arshatidin

Skíðaferð og árshátíð - 16.05.2007 Fréttir

Á miðvikudaginn í síðustu viku tóku nemendur í 10.bekk Heppuskóla síðasta samræmda-prófið. Sama dag hélt síðan hópurinn í ferðalag upp á jökul þar sem þau skemmtu sér á skíðum, sleðum og snjóbrettum að deginum en skemmtu síðan hvert öðru í skálanum er kvölda tók. Hópurinn fékk frábært veður og færi og ekki spillti þjónustan sem þau fengu í Jöklaseli fyrir ánægjunni. Komið var af jökli uppúr hádegi á föstudag. Á föstudagskvöldið var síðan árshátíð skólans haldinn að Hrollaugsstöðum í samvinnu við Þrykkjuna. |nl| Lesa meira
skolaferd_256

Upp á jökul og vorhátíð Heppuskóla - 03.05.2007 Fréttir

Miðvikudaginn 9. maí leggja nemendur í 10. bekk af stað frá Heppuskóla í ferð á Vatnajökul. Gist verður í svefnpokaplássi í Jöklaseli í tvær nætur. Farið verður í útsýnisferð á jöklinum ásamt selflutningi í skíðabrekkur á jeppum Ákveðið hefur verið að halda vorhátíð nemenda í Heppuskóla að Hrollaugsstöðum föstudaginn 11. maí n.k. Að hátíðinni standa Heppuskóli og Félagsmiðstöðin Þrykkjan. Að sögn Guðmundar Inga Sigbjörnssonar skólastjóra þá verður rútuferð frá tjaldstæðinu á Höfn kl. 19:15 og til baka frá Hrollaugsstöðum kl. 00:15. Einnig er akstur í sveitirnar í tengslum við hátíðina. Lesa meira

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: