Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta

skolabyrjun

Skólabyrjun á miðstigi - 31.08.2007 Fréttir

Skólastarf hefur byrjað mjög vel á nýju starfsári. Nemendur koma glaðir og kátir eftir ánægjulegt sumarfrí og eru tilbúnir til að takast á við fjölbreytt verkefni skóladagsins. Allir nemendur miðstigsins byrja á þemavinnu um heimabyggðina núna næstu daga og í dag fer 7. bekkur í göngutúr og húsaskoðun um Höfn undir leiðsögn Sigurðar Hannnessonar. Lesa meira
Teir_sem_komust_afram_i_nyskopunarkeppninni_2007

Nýsköpunarkeppni grunnskóla - 29.08.2007 Fréttir

Síðustu ár hefur Eiríkur Hansson kennt nýsköpun í 4. og 5. bekk grunnskólans við góðan orðstýr. Afraksturinn hefur skilað sér vel til skólans og flest árin hafa nokkrir nemendur komist áfram í lokakeppnina sem fram fer í Reykjavík. Í fyrra var skólinn m.a. tilnefndur sem nýsköpunarskóli ársins og vorum við afar stolt af þeirri tilnefningu og geymum bikarinn stolt þetta árið. Í ár komust fjórir keppendur áfram og gefst þeim kostur á að fara í vinnusmiðju til Reykjavíkur 8. september næstkomandi þar sem þeir vinna frekar með hugmyndina Lesa meira
Skolasetning_07_016

Fjölmenni við skólasetningu Grunnskólans - 24.08.2007 Fréttir

Mikið fjölmenni var við setningu Grunnskóla Hornafjarðar í dag. Athöfnin hófst í íþróttahúsinu á Höfn þar sem skólastjórarnir þrír sögðu nokkur orð við allan hópinn. Að því loknu fór hver bekkur í sína stofu. Það var stutt að fara fyrir elstu nemendurna sem einungis þurftur að fara yfir ganginn inn í Heppuskóla og ekki mikið lengra fyrir miðstigið að tölta niður í Hafnarskóla. En nemendur á yngsta stigi þurftu að sjálsögðu bílferð inn í Nesjaskóla. Erfiðlega hefur gengið að ráða kennara fyrir þetta skólaárið og var m.a. gripið til þess ráðs að sameina bekki í tveimur árgöngum 4. og 6. bekk auk þess sem ein bekkjardeild er í 1. bekk. Með þessum ráðstöfunum er nú fullráðið við grunnskólann og koma 62 starfsmenn að grunnskólanum með einum eða öðrum hætti. Margir í fullu starfi en einnig nokkrir í hlutastarfi, stundakennslu, Lesa meira
Logo-GH

Skólasetning í Grunnskóla Hornafjarðar - 23.08.2007 Fréttir

Skólasetning í Grunnskóla Hornafjarðar 1. - 10. bekk verður kl. 11.00 föstudaginn 24. ágúst í íþróttahúsinu á Höfn. Eftir setninguna fer hver nemandi í sína starfsstöð. Þar sem enginn skólaakstur er í tengslum við skólasetninguna verða foreldrar nemenda í 1.-3. bekk að sjá um að koma þeim í Nesjaskóla að lokinni setningarathöfn. Allir velkomnir

Skólastjórnendur

Lesa meira
Namskeid_agust_07_006

Góð mæting á námskeið um uppbyggingarstefnuna - 23.08.2007 Fréttir

Um 80 manns sátu námskeið um Uppeldi til ábyrgðar (restitution) á vegum skólaskrifstofu Hornafjarðar 15. og 16. ágúst. Námskeiðið sóttu starfsmenn leikskóla, grunnskóla og íþróttamiðstöðvar og var almenn ánægja hjá þátttakendum. Námskeiðið fjallaði um leiðir til að auka ábyrgð fólks á eigin lífi og stuðla að meiri ánægju í lífinu. Á næstu vikum ætla þeir sem á námskeiðinu voru að æfa sig að nota þessar uppeldiskenningar og kenna þær og kynna fyrir nemendum og foreldrum. Aðalfyrirlesari á námskeiðinu var Diane Gossen en héðan fór hún til Reykjavíkur og síðan Ísafjarðar þar sem hún heldur þrjú önnur námskeið. Með henni var Hildur Karlsdóttir kennari sem sérhæfir sig nú í því halda námskeið um Uppeldi til ábyrgðar. Lesa meira
Mánagarður

Námskeiðið - 08.08.2007 Fréttir

Námskeiðið Uppeldi til ábyrgðar verður haldið 15. og 16. ágúst inn í Mánagarði. Mæting 15. ágúst er kl. 9:30. Þá er skráning og afhending námskeiðsgagna. Námskeiðið er ætlað öllu starfsfólki grunnskólans ásamt starfsfólki leikskólanna og starfsfólki íþróttamiðstöðvar. Lesa meira
Nýsköpunarskóli

Grunnskóli Hornafjarðar - 03.08.2007 Fréttir

1. ágúst var fyrsti dagur í ný sameinuðum grunnskóla, Grunnskóla Hornafjarðar. Skólastarfið er þó með rólegra móti fyrstu dagana enda flestir í sumarfríi enn og undirbúningur fyrir unglingalandsmót í algleymingi. Eftir verslunarmannahelgi færist svo líf í skólana. Eins og flestum er kunnugt samþykkti skólanefnd nýja skólastefnu um síðustu áramót þar sem ákveðið var að sameina yfirstjórn í Nesjaskóla, Hafnarskóla og Heppuskóla. Í staðinn fyrir þrjár sjálfstæðar stofnanir verður um einn skóla að ræða með einni stjórn. Guðmundur, Þorvaldur og Þórgunnur sem verið hafa skólastjórar mynda nú skólastjórn og auk þess að vera hvert á sínu skólastiginu þá munu þau einnig skipta með sér verkum. Þorvaldur sér um starfsmannamálin í öllum grunnskólanum, Guðmundur Ingi um fjármálin og í Þórgunnar faglegu málin. Lesa meira
Grunnskóli Merki_1

Merki skólans - 01.08.2007 Fréttir

Nýtt merki eða logo hefur verið valið fyrir Grunnskólann. Í kjölfar margra tillagna sem bárust í samkeppni um merki síðast vetur valdi skólanefnd þetta merki sem hér birtist. Hugmyndin að merkinu varð til í samræðum við nemendur og útfærðu grafískir hönnuðir hana.  Lesa meira

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: