Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta

A,_hvad_er_gott_ad_teygja_ur_ser

Fáni grunnskólans - 27.09.2007 Fréttir

Það er vel við hæfi að fána grunnskólans sé skartað í fyrsta sinn á kynningardeginum sem er í dag fimmtudaginn 27. sept. Kynningafundirnir fyrir foreldra verða sem hér segir: Nesjaskóli kl .17:00 Hafnarskóla kl. 18:00 |nl|Heppuskóla kl. 20:00 Lesa meira
Grunnskoli_001

Kynningafundir í Grunnskólanum - 26.09.2007 Fréttir

Fimmtudaginn 27. september eru kynningafundir fyrir foreldra í grunnskólanum sem hér segir. Nesjaskóla kl. 17:00. Hafnarskóla kl. 18:00.  Heppuskóla kl. 20:00.  Við hvetjum foreldra til að mæta vel og kynna sér starfið í grunnskólanum. Gott samstarf heimilis og skóla skilar sér alltaf í betra gengi nemenda í skólanum. Lesa meira
busun_07_(1)

Nýnemahátíð hjá efstastigi grunnskólans - 21.09.2007 Fréttir

Fimmtudaginn 20.september var hin árlega nýnemahátíð haldin hjá 8. – 10. bekk. Hefðbundin kennsla var fram að hádegi. Eftir hádegishlé var haldið í íþróttahúsið þar sem nýnemar, þ.e.a.s. nemendur í 8.bekk voru boðnir velkomnir í skólann á viðeigandi hátt. Keppt var í hinum ýmsu greinum og var greinilega ætlunin að nemendur í 8.bekk töpuðu sem flestum keppnum. Nýnemar stóðu sig einstaklega vel og ef öllu réttlæti hefði verið fullnægt þá hefðu þeir staðið uppi sem sigurvegarar! Skemmtunin í íþróttahúsinu var krökkunum til mikils sóma, en þetta var samt bara upphafið á enn betri degi. Um kvöldið var nefnilega matur, skemmtun og dansleikur í Mánagarði. |nl| Lesa meira
Nemendarad_2007-2008_003_a_v

Nemendaráð 6. – 10. bekkjar - 17.09.2007 Fréttir

Í nýjum grunnskólalögum sem samþykkt voru á síðasta ári er kveðið á um að í hverjum skóla skuli skipað nemendaráð þar sem sitji a.m.k. einn fulltrúi nemenda í hverjum árgangi í 6. – 10. bekk sem nemendur velja sjálfir. Í Grunnskóla Hornafjarðar hefur nú verið kosið í nemendaráð og var ákveðið að tveir nemendur yrðu kosnir í hverjum árgangi. Nýskipað nemendaráð sat sinn fyrsta fund fimmtudaginn 13. september. Lesa meira
Skolasetning_07_002

Foreldrafélag Grunnskóla Hornafjarðar - 17.09.2007 Fréttir

Fyrsti fundur í sameinuðu foreldrafélagi grunnskóla Hornafjarðar var haldinn þriðjudaginn 11. september. Foreldrafélagið er fyrir foreldra nemenda í 1. – 10. bekk. Á fundinn mættu Gauti Árnason og kynnti á starfsemi foreldraráðs ásamt Nönnu Dóru Ragnarsdóttur sem sagði frá starfsemi foreldrafélags Hafnarskóla s.l. ár. Ný stjórn var skipuð og eru aðalmenn: Konný Guðmundsdóttir, Erla Berglind Antonsdóttir og Anna Kristín Hauksdóttir. Varamenn eru Sólveig María Hauksdóttir og Jóna Bára Jónsdóttir. Lesa meira
IMG_0014_a_vef

Námskeið um tilfinningar fyrir grunnskólanemendur - 13.09.2007 Fréttir

Nemendum í Grunnskóla Hornafjarðar gefst tækifæri til að taka þátt í námskeiði er kallast Baujan-tilfinninganámskeið. Námskeiðið snýst um að byggja upp þekkingu á tilfinningum og þjálfa leiðir til sjálfstyrkingar og sjálfstjórnar. Markmiðnámskeiðsins er að þátttakendur læri undirstöðuatriði í tilfinningavinnu ásamt slökunaröndun til sjálfshjálpar og séu færari um að stjórna líðan sinni, hegðun og aðstæðum og að þátttakendur eigi auðveldara með að setja sig í spor annarra. Námskeiðið leggur til góða þekkingu á mannlegum tilfinningum sem þátttakendur geta síðan nýtt sér áfram.

Lesa meira
Berjaferð Nesjaskóla

Frí í grunnskólanum föstudaginn 14. september - 11.09.2007 Fréttir

Við minnum á að það er frí hjá nemendum á föstudag vegna skipulagsdags hjá kennurum. Lengda viðveran er einnig lokuð vegna námskeiðs starfsfólks. Lesa meira
gongud_14

Unglingarnir á leið í gönguferð - 10.09.2007 Fréttir

Skólastarf á unglingastiginu er að komast í fullan gang núna þessa dagana. Undirbúningur fyrir legókeppnina er hafinn og taka tvö lið úr grunnskólanum þátt í henni, annað úr 9. bekk og hitt úr 7. bekk. Legó hönnunarkeppnin 2007 fer fram laugardaginn 10. nóvember í Öskju við Sturlugötu. Nemendur skólans stóðu sig mjög vel í fyrra. Fjáröflun 9. bekkjar fyrir námsferð að Laugum í Sælingsdal er hafin og hafa nemendur opnað sjoppu og selja þar nýbakað bakkelsi og ýmislegt annað við góðar undirtektir samnemenda sinna. Lesa meira
val_011_a_vef

Val á miðstigi farið af stað - 07.09.2007 Fréttir

Í vetur ætlum við að prófa okkur áfram með valhópa á miðstiginu. Til að byrja með verður valið í 5. – 7. bekk einn tíma á viku. Nemendur velja sér hóp til nokkurra vikna í einu og var boðið upp á 10 valhópa í fyrstu lotu. Í valhópum blandast nemendur þvert á árganga. Lesa meira
Berjaferð Nesjaskóla

Skólastarfið komið á fullt hjá yngstu krökkunum - 07.09.2007 Fréttir

Nú er skólastarfið komið á fullt á yngsta stiginu og hefur það farið vel af stað. Í 1. bekk eru 24 nemendur í einni bekkjardeild og hefur mæting þeirra vakið athygli því hver einasti nemandi 1. bekkjar hefur mætt fyrstu vikurnar og lofar það góðu með framhaldið. Í 2. bekk eru 38 nemendur í tveimur bekkjardeildum og í 3. bekk eru 35 nemendur í tveimur bekkjardeildum. Margt hefur verið til gamans gert í skólabyrjun. Fyrst ber að telja berjaferð í Haukafell sem tókst frábærlega í yndislegu veðri og ekki spillti fyrir að það fundust fullt af berjum sem er ekki endilega vaninn í berjaferðum hér um slóðir. Svo eru það fleiri haustverk sem standa til en hin árlega kartöfluupptaka hefur dregist en það stendur vonandi allt til bóta. Svo er einnig verið að sinna bóknámi sem tengist líka því sem er að gerast í náttúrunni enda hefur veðrið verið hlýtt og gott og tilvalið til útivistar. Lesa meira

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: