Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta

jol_i_skokassa_010

Jól í skókassa - 30.10.2007 Fréttir

Í gær hittust nemendur og foreldrar á yngsta stigi grunnskólans og gengu frá jólapökkum í skókassa. Margir nemendur mættu og heill haugur af jólapökkum safnaðist. Þó enn séu tæpir tveir mánuðir í jól þá er ekki seinna vænna en huga að jólagjöfum sem fara erlendis en þessir jólapakkar verða sendir til Úkraínu. Lesa meira
5._H_a_sal_001

Skemmtun á sal hjá 5. H - 26.10.2007 Fréttir

Í dag var 5. H með skemmtun á sal fyrir nemendur skólans. Þeir voru með fjölbreytt skemmtiatriði sem tókust með afar vel. Hér eru nokkrar myndir frá skemmtuninni. Lesa meira
Mer_finnst_rigningin_god_001

Mér finnst rigningin góð - 25.10.2007 Fréttir

Á rigningardögunum undanfarið höfum við áþreifanlega orðið vör við að mörg börn koma illa klædd í skólann og alls ekki undir það búin að vera úti í frímínútum. Við leggjum hinsvegar mikla áherslu á að nemendur í 1. – 7. bekk séu úti í frímínútum og þá setjum við rigningu ekki fyrir okkur. Við minnum því á að regngalli og stígvél er nauðsynlegur hlífðarfatnaður hverju hornfirsku barni. Lesa meira
Tonlist_fyrir_alla_og_tonmennt_009

Tónlist fyrir alla - 25.10.2007 Fréttir

Það var mikið líf og fjör í Sindrabæ þegar tríó Björns Thoroddsens ásamt Andreu Gylfadóttur hélt tónleika fyrir nemendur grunnskólans og elstu nemendur leikskólanna. Alls voru haldnir þrír tónleikar þar sem sungin voru ýmis þekkt íslensk lög. Nemendur tóku hraustlega undir og þegar þau áttu að syngja eins hátt og þau gátu er ekki laust við þakið hafi lyfst aðeins á Sindrabæ. Lesa meira
sundst

Frá foreldrafélagi 8.bekkjar - 23.10.2007 Fréttir

Þriðjudaginn 16. október héldu tenglar foreldrafélags 8. bekkjar foreldrafund til að kynna fyrirhugað vetrarstarf. Í haust var gerð könnun meðal nemenda 8. bekkjar til að sjá hvað það væru sem þeir hefðu helst áhuga á að gera og í framhaldi af því var síðan vetrarstarfið skipulagt. Í október/nóvember ætla krakkarnir að gista í Araseli, grilla og halda kvöldvöku, í janúar/febrúar á að fara í skautaferð með heitt kakó og sætabraut og svo þegar hlýna fer næsta vor, á að halda sundlaugarpartý og pizzuveislu. Ákváðu tenglarnir að halda fund með foreldrunum til að kynna það sem fyrirhugað er og fá foreldrana til samstarfs. Á fundinn voru boðaðir foreldrar allra barna í 8. bekk í Grunnskóla Hornafjarðar. Lesa meira
Nes föstudagshátíð 19.10

Föstudagshátíð í Nesjaskóla - 23.10.2007 Fréttir

Föstudaginn 19. október sá 3. S um föstudagshátíðina í Nesjaskóla. Nemendur settu á svið söngleik um Skúla Óskarsson lyftingakappa, fluttu lag með frumsömdum texta og sögðu nokkra góða brandara. Þetta var hin best skemmtun og í lokin skoraði 3. S á 2. HG að halda næstu hátíð.
raunverul

Raunveruleikurinn í 10. bekk - 22.10.2007 Fréttir

Í ár ætla 10. bekkir Grunnskóla Hornafjarðar að taka þátt í Raunveruleiknum í fyrsta sinn. Leikurinn er gagnvirkur hermileikur spilaður á netinu, hannaður sem fjármála og neytendafræðsla fyrir efsta bekk grunnskólans. Leikurinn stendur yfir í 4 vikur og þurfa nemendur að leysa verkefni á vefnum á hverjum degi. Þess má geta að leikurinn fékk verðlaun norrænu ráðherranefndarinnar fyrir besta námsefnið í neytendamálum. Í upphafi leiks byrjar leikmaður sem 20 ára einstaklingur á leið út í lífið eftir framhaldsskóla. Leikmaðurinn fær ákveðna upphæð á bankareikning í upphafi leiks en líf hans er að öðru leyti óskrifað blað. Lesa meira
Tonlist_fyrir_alla_017_a_vef

Tónlist fyrir alla- skólatónleikar á Höfn 24. október. - 21.10.2007 Fréttir

 

Næsta miðvikudag á skólatíma verða tónleikar í Sindrabæ fyrir alla nemendur grunnskólans og elstu nemendur leikskólanna.  Björn Thoroddsen og Andrea Gylfadóttir hafa sett saman skemmtilega dagskrá sem ætluð er til flutnings í grunnskólum landsins og gert er ráð fyrir þátttöku barnanna að hluta til og þá einna helst í söng. Söngtextana er hægt að nálgst hér. Dagskráin, sem tekur um 40 mínútur í flutningi, kallast "Söngvar afa og ömmu". Byggist hún fyrst og fremst á lögum af tveimur geisladiskum sem þau Björn og Andrea hafa gefið út; Vorvindum (2006) og Vorvísum (2007). Þessir diskar hafa fengið afar góðar viðtökur og góða umsögn gagnrýnenda.

Lesa meira
4._og_7._bekkur_a_leid_i_samramd_prof_001

Samræmd próf í 4. og 7. bekk - 17.10.2007 Fréttir

18. og 19. október eru hin árlegu samræmdu próf í 4. og 7. bekk í íslesnku og stærðfræði. Í grunnskólanum leggjum við áherslu á að skólastarf riðlist sem minnst vegna prófanna og það eina sem í raun breytist er að valtími fellur niður á fimmtudegi. Við lítum fyrst og fremst á samræmdu prófin sem könnunarpróf fyrir okkur starfsfólk skólanna. Lesa meira
a_leid_i_sveitina,_vefmynd

Annað valtímabil að hefjast í 5. - 7. bekk - 17.10.2007 Fréttir

Á morgun fimmtudag velja nemendur í 5. - 7. bekk hvað þeir ætla að gera í valtímum fram að jólum. Í hverri viku er einn valtími fyrir nemendur í þessum bekkjum og velja þeir fyrir 6- 8 tíma í einu. Nemendur hafa um 10 völ að velja sem eru; heimanám, heimilisfræði, útilvist, sveitahópur, tölvur, myndlist og föndur, bjöllukór, íþróttir, dans og leiklist. Þetta er fyrsti veturinn sem boðið er upp á val á miðstigi í hverri viku, fram að þessu höfum við stundum tekið einn til tvo daga á vetri þar sem hægt hefur verið að velja um ýmis viðfangsefni.
Lesa meira
mikid_dansad

10. bekkur á Fjarðarball - 15.10.2007 Fréttir

Þann 13. október sl. skellti 10. bekkur sér á Fjarðarball austur á Eskifjörð. Kl. 16:30 að staðartíma lögðum við í hann, á vit ævintýranna, galvösk og glöð í okkar fínasta pússi (hér um bil). Misjafnt ástand var á okkur, sumir með matareitrun (samt ekki eftir laxerolíu eins og fyrir sunnan), aðrir þreyttir eða bílveikir… Flest vorum við samt nýklippt, hress og spennt. Lesa meira
Arnina_og_Ylfa_Beatrix

Líf og fjör í Lengdri viðveru - 15.10.2007 Fréttir

Það er sannarlega líf og fjör hjá yngstu krökkunum í Grunnskóla Hornafjarðar. Fyrir utan að þau eru á fullu frá því snemma á morgnana í hefðbundinni skólagöngu mæta mörg þeirra í lengda viðveru sem er til húsa í Hafnarskólanum gamla. |nl| |nl|Þessi þjónusta er til reiðu frá klukkan 13.40 - 17.00 og um 20 börn dvelja þar samtals á hverjum virkum degi. Lengd viðvera er hugsuð fyrir börn á aldrinum sex til níu ára auk þess sem skólabörn úr sveitunum hér í Hornafirði bíða þar eftir að skólabíllinn komi og aki hverjum og einum til síns heima. Lesa meira
oktober07_1_bekkur_itrottahus_005

1. bekkur í heimsókn á Krakkakot - 08.10.2007 Fréttir

Fimmtudaginn 4. október brá 1. bekkur undir sig betri fætinum og fór í heimsókn á Krakkakot. Heimsóknin er liður í samstarfi á milli skólanna sem kallast Brúum bilið. Það er gaman fyrir börnin að koma í heimsókn í sinn gamla skóla að hitta vini og starfsmenn sem tóku vel á móti hinum nýju grunnskólanemum. Það var glatt á hjalla og tíminn leið hratt við leik og störf. En þegar komið var til baka inn í skóla var tekið til við að læra sem 1. bekkingar stunda nú af kappi þessa dagana. Lesa meira
Fostudagshatid_3_B_5_okt

Föstudagshátíð - 08.10.2007 Fréttir

Föstudaginn 5. október var haldin fyrsta föstudagshátíð vetrarins í Nesjaskóla. Það var 3. B sem reið á vaðið með flutningi á söngleik sem fjallaði um Þursinn í Ketillaugarfjalli auk þess sem nemendur fluttu nokkra skemmtilega brandara. Hátíðin tókst að venju mjög vel og skoraði 3. B á 3.S að halda næstu hátíð. Lesa meira
Skemmtun_a_sal_hja_4._S_001_a_vef

Skemmtun á sal - 05.10.2007 Fréttir

Í dag voru nemendur í 6. bekkur með fyrstu skemmtun vetrarins á sal á miðstiginu. Þeir sýndu nokkra stutta leikþætti, sögðu brandara og sungu. Allir nemendur í bekknum komu fram og stóðu þeir sig með prýði. Í hópnum voru margir áhugasamir leikendur og nokkrir þeirra eiga örugglega eftir að verma fjalir leikhúsanna í framtíðinni. Hér koma nokkrar myndir frá sal en því miður var myndavélin eitthvað að stríða okkur og gæði myndanna eru lítil. Lesa meira
mentornamskeid_008

Námskeið í mentor - 03.10.2007 Fréttir

Í dag fóru allir kennarar, ritarar og skólastjórnendur á námskeið í upplýsingaforritinu mentor. Af þeim sökum komu nemendur á elsta stigi heldur fyrr heim en venjulega. Þrátt fyrir að við höfum notað mentor síðustu árin þá eru sífellt að koma nýjungar í því sem við erum að tileinka okkur. Á næstu vikum og mánuðum munu foreldrar örugglega verða varir við breytingar t.a.m. erum við að velta fyrir okkur að taka inn nýung í kerfinu sem tengist foreldraviðtölum. Ef af því verður þá verðu það kynnt vel áður en foreldrar og nemendur þurfa að fara að nota það. Lesa meira
Bikarinn_001_a_vef

Hafnarskóli nýsköpunarskóli ársins - 02.10.2007 Fréttir

30. september var lokahóf Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda haldið í Grafarvogskirkju. Þar hlaut Hafnarskóli annað árið í röð tilnefninguna Nýsköpunarskóli ársins. Það er mikill heiður fyrir okkur í grunnskólanum að fá þennan titil en þar sem tillögur í keppnina voru sendar inn á síðast skólaári þá var það gert undir nafni Hafnarskóla, á þessu skólaári verða hugmyndir sendar inn í nafni Grunnskóla Hornafjarðar.

Í nokkur ár hefur Eiríkur Hansson kennt nýsköpun í 4. og 5. bekk grunnskólans og hefur hann hvatt nemendur til að taka þátt í keppninni og leiðbeint þeim eins og hægt er. Eldri nemendur fá að spreyta sig í Lego keppninni og í frumkvöðlavinnu þar sem Eiríkur hefur einnig verið einn aðalforsprakkinn á vegum skólans. Það lá því í augum uppi að hann tæki á móti verðlaunum úr hendi menntamálaráðherra. Við það tækifæri sagði Eiríkur meðal annars.

Lesa meira

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: