Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta

Nes_dot_og_snjor_049

Snjór er skemmtilegur - 27.11.2007 Fréttir

Snjór, snjór loksins kom alvöru snjór. Það er ekki oft sem við Hornfirðingar fáum að njóta þess að snjór liggi yfir öllu en þannig var það nú á mánudaginn og það sem meira var að hann var úrvals byggingarefni. Krakkarnir í Nesjaskóla nýttu sér þann kost óspart og rúlluðu upp stærðar snjóboltum í gríð og erg. Lesa meira
Nes_dot_og_snjor_017

Dótadagur í Nesjaskóla - 27.11.2007 Fréttir

Á föstudaginn var dótadagur í Nesjaskóla. Dótadagur er hefðbundin dagur í skólastarfinu og er haldin u.þ.b. fjórum sinnum á ári. Þrír dagar þar sem nemendur koma með innidót og einn til tveir þar sem komið er með útidót. Þegar leiktíminn hefst er opnað inn í allar stofur og nemendur fá að leika sér um allan skólann. Lesa meira
Nes_dot_og_snjor_002

Heimsókn í Nesjaskóla - 27.11.2007 Fréttir

Í liðinni viku komu elstu nemendur leikskólans í heimsókn ásamt kennurum sínum. Krakkarnir fóru í frímínútur með nemendum Nesjaskóla, heimsóttu síðan bekkina, skoðuðu íþróttahúsið og mötuneytið ásamt því að kynna sér myndmenntakennslu hjá Magnhildi. Lesa meira
snjorinn_26._nov_097_a_vef

Loksins, loksins snjór - 26.11.2007 Fréttir

Unga fólkinu til mikillar gleði var alhvítt í morgun og góður snjór til að leika sér í. Kennarar notuðu því tækifærið og fóru út með nemendum að leika sér. Við höfum lært það að fyrsti tíminn er bestur þegar nota á snjóinn. Í hádeginu hafði hlýnað verulega og spáð er rigningu og hlýindum næstu dag. En það var gaman að fá þennan snjó og kannski endist hann okkur í nokkra daga. Lesa meira
themav

Þemavika - 23.11.2007 Fréttir

Undanfarna þrjá daga hefur verið þemavika í elstu bekkjum Grunnskólans þ.e.a.s 8.-10. bekk. Meginþemað var 7. áratugurinn í máli og myndum, söng og gleði. Sýning á vinnu nemenda í þemavikkunni var í dag föstudaginn 23. nóvember. Fjölmargir heimsóttu okkur á milli kl. 11:30-13:30 til að skoða afrakstur vikunnar. Hljómsveit flutti nokkur lög, nemendur sýndu Jive og einnig var tískusýning í gangi. Auk þess voru aðrir með sýningar eins og t.d. Ólympíuhópurinn, hópur sem fjallaði um Víetnamstríðið, bílahópurinn og fjölmiðlahópurinn gaf út blað í gær. Nokkrir nemendur sáu um að baka vöfflur og selja og runnu þær út eins og heitar lummur. Lesa meira
A_granni_grein

Skóli á grænni grein - 23.11.2007 Fréttir

Eitt af þeim verkefnum sem unnið er að þessa dagana í grunnskólanum er að móta stefnu í umhverfismennt. Af því tilefni sótti skólinn um að ganga til liðs við verkefnið "Skóli á grænni grein" en það er verkefni sem Landvernd stendur fyrir. Með þeirri aðild gefur grunnskólinn út yfirlýsingu um að hann vilji auka menntun og þekkingu og efla virðingu fyrir náttúru og umhverfi lands og hafs. Einnig vill grunnskólinn stuðla að góðri umgengni og sjálfbærri nýtingu allra auðlinda og vinna gegn hvers konar mengun og umhverfisspjöllum. Lesa meira
lego_991

Bæjarstjórn býður legóhópnum í pizzu á Hótelið - 21.11.2007 Fréttir

Í tilefni góðs gengis í First Lego League bauð bæjastjórn Ísjökunum í pizzuveislu á hótelinu. Við það tækifæri afhenti bæjarstjórinn okkar Hjalti Þór Vignisson, Eiríki Hanssyni Sögu Hafnar fyrir framlag hans til legóhópsins en hann hefur eins og flestir vita leitt starfið frá upphafi. Hjalti hvatti nemendur til að líta á þennan sigur sem einn áfanga af mörgum á lífsleiðinni og velja sér strax næsta markmiði til að stefna að. Eins og fram hefur komið hefur grunnskólinn tekið þátt í þessari keppni frá byrjun eða í þrjú skipti og alltaf gengið vel. Þegar nemendur fóru að tínast í burtu kom Óðinn Eymundsson einnig færandi hendi og gaf hverju barni gjafabréf fyrir 16" pizzu á hótelinu. Sannarlega gleðistund á hótelinu og þökkum við bæjarstjórn og þeim Hóteleigendum hlýhug í garð hópsins og skólans. Lesa meira
IMG_0247

Þemavika í 8. – 10. bekk - 21.11.2007 Fréttir

Nú er þemavika hjá 8. - 10. bekk og umfjöllunarefnið er hippatímabilið og 7. áratugurinn. Í upphafi fengu allir að horfa á myndina Hárið og einnig American graffity. Nemendur fengu að velja sér hópa eftir áhugasviði hvers og eins. Allir fá einnig einn tíma í dansi en Eyrún Unnur kennir öllum grunnsporin í Jive. Tónlistarhópur er starfandi og æfa tónlistarmennirnir lög frá tímabilinu og ætla að flytja afraksturinn á föstudaginn. Hópur nemenda fjallar um Víetnamstríðið. Hópurinn vinnur í því að segja frá stríðinu og lýsa því. Bílahópurinn vinnur í því að finna bíla frá þessum tíma. Fjölmiðlahópurinn gefur út blað og tekur myndir. Tískuhópurinn vinnur í því að skreyta stofurnar, ein er skreytt eins og á hippatímanum og hin er eins og á sixties-tímabilinu.

Ólympíuhópurinn sér um að afla upplýsinga um ólympíuleikana í Munchen 1972.

Fjölmiðlahópurinn

Lesa meira
Föstudagshátíð 1. M

Fyrsta föstudagshátíðin hjá 1. M - 20.11.2007 Fréttir

Föstudaginn 16. nóvember var föstudagshátíð hjá yngsta stiginu. Í þetta sinn var það 1. M sem steig á stokk með ýmis skemmtiatriði. |nl|Hófst hátíðin á því að nemendur sungu lagið um Hafið bláa til að ná góðri stemmingu í salinn og tókst það með ágætum. |nl|Í tilefni að degi íslenskrar tungu fluttu börnin ljóðið, Ég á þessi föt eftir Jónas Hallgrímsson sem flestir þekkja undir nafninu Buxur, vesti, brók og skór. Lesa meira
Dagur_isl._tungu

Dagur íslenskrar tungu - 19.11.2007 Fréttir

Á degi íslenskrar tungu hefst formlega stóra upplestrarkeppnin hjá 7. bekk. Af því tilefni fóru nemendur í 7. bekk á leikskólana og lásu fyrir börnin þar. Einnig voru þau með einskonar maraþonlestur á Menningarmiðstöðinni þar sem þau skiptust á að lesa upp úr bókinni Eyja glerfisksins eftir Sigrúnu Eldjárn. Gestir og gangandi gátu notið þess að hlusta á þau en þess má geta að bæjarstjórinn okkar hann Hjalti hitaði stóinn fyrir börnin áður en þau byrjuðu. Lesa meira
Lego_012

Evrópukeppnin í Tokíó - 19.11.2007 Fréttir

Svo undarlegt sem það kann að virðast þá hefur verið ákveðið að Evrópukeppni First Lego League verði haldin í Tokíó á næsta ári. Þetta kom sigurliði okkar svo sannarlega á óvart því það er jú töluvert meira mál að ferðast til Japan en til Evrópu. Í ljós hefur þó komið að liðið á að öllum líkindum líka möguleika á að keppa á tveimur stöðum í Bandaríkjunum og nú liggur Eiríkur liðstjóri ásamt foreldrum yfir því hvert sé best að fara. Keppendur þurfa sjálfir að bera kostnað af ferðum sínum og uppihaldi og þess vegna er um að gera að skoða málin vel. Lesa meira
Heimsókn á bókasafnið

Nesjaskóli heimsækir menningarmiðstöðina - 15.11.2007 Fréttir

Síðasta mánudag var nemendum Nesjaskóla boðið í heimsókn á menningarmiðstöðina. Þegar þangað var komið bauð Björg Erlingsdóttir alla velkomna og sagði frá Norrænu bókasafnsvikunni, sýndi nemendum Helvítisgjána og bauð síðan upp á Línu-klatta og djús. Eftir að veitingunum höfðu verið gerð góð skil var farið í reiptog yfir Helvítisgjána og síðan las Bryndís kafla úr Línu Langsokk. Þegar lestrinum var að ljúka tóku krakkarnir eftir því að dularfullir menn læddust inn á safnið. Krakkarnir voru fljótir að láta vita af þessum mönnum en áður en illa fór birtist Lína Langsokkur öllum að óvörum og skömmu síðar lögreglan. Það kom í ljós að menn þessir voru þekktir ræningjar. Úr þessu varð hinn mesti hasar en að lokum náðist að handsama ræningjana með hjálp krakkanna og Línu. Lesa meira
lego1

Sigursælir Ísjakar - 13.11.2007 Fréttir

Lið Grunnskóla Hornafjarðar Ísjakarnir sigraði í FIRST LEGO league keppninni sem fram fór í Náttúrufræði húsi Háskóla Íslands s.l. laugardag. Ísjakarnir fengu flest stiga og unnu sér því rétt til þátttöku í Evrópumóti FIRST LEGO league í maí n.k. Lesa meira
Föstudagshátíð 2.HG

Föstudagshátíð í Nesjaskóla - 12.11.2007 Fréttir

Nú er 2. H búin að halda sína föstudagshátíð og tókst hún í alla staði mjög vel. |nl|Nemendur fluttu leikrit um Mjallhvíti og dvergana sjö. Sögumenn voru Arnar Ingi, Arndís Ósk og Sigurborg. Hafþór Logi, Hildur, Guðbjörg, Guðný, Halldóra Dröfn Guðjón, Ægir og Svandís léku dvergana og stjórnuðu söngnum, Lesa meira
Lego_002

Ísjakarnir á leið í Lego keppnina - 07.11.2007 Fréttir

Liðið okkar heitir Ísjakarnir og við heitum Anna Regína Heiðarsdóttir, Dóra Björg Björnsdóttir, Guðlaug Jóna Karlsdóttir, Guðmundur Kristján Sigurðsson, Magnús Ágúst Magnússon, Maríus Sævarsson, Perla Sólveig Reynisdóttir, Siggerður Aðaslteinsdóttir, Vigdís María Borgarsdóttir og Þorgils Snorrason. Liðsstjórinn okkar er Eiríkur Hansson. Við erum í 7. bekk og erum að fara að keppa laugardaginn 10. nóvember í First lego league keppninni í Reykjavík. Keppnin verður haldin í Öskju í Sturlugötu Náttúrufræði húsi Háskóla Íslands frá kl 8:30-17:00. Lesa meira

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: