Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta

jola_heppa_(9)

Mikið um að vera á elstastigi - 20.12.2007 Fréttir

Nemendur á elsta stiginu hafa haft ýmislegt fyrir stafni núna síðustu dagana fyrir jól. Á þriðjudaginn var sameiginleg skólaskemmtun þar sem hægt var að spila og spjalla og eiga notalega stund yfir kakóbolla og smákökum. Íþróttadagur var í gær, miðvikudag og tóku nemendur þátt í ýmsum þrautum undir styrkri stjórn Steinars íþróttakennara. Mikil stemning var í íþróttahúsinu og tóku krakkarnir hraustlega á. Stofujól voru síðan í dag, fimmtudag, kl. 11:00-12:00 og þá komu nemendur saman ásamt umsjónarkennara og áttu rólega samverustund. Lesa meira
19._des,_litlu_jol_hja_nem_og_kenn_106

Jólafrí - 20.12.2007 Fréttir

Að loknum stofujólum hefst jólafrí í Grunnskóla Hornafjarðar. Kennsla hefst aftur föstudaginn 4. janúar samkvæmt stundatöflu.
Starfsfólk grunnskólans sendir sínar bestu jóla og nýjárskveðjur til allra Hornfirðinga og þakkar samstarfið á árinu sem er að líða. Lesa meira
Lopi_jolaleikrit_015_a_vef

Jólagjafalistinn - 19.12.2007 Fréttir

Leikhópurinn Lopi hefur á síðustu dögum verið að sýna leikverkið Jólagjafalistann í Mánagarði undir leikstjórn Magnúsar J. Magnússonar. Verkið fjallar um hóp krakka sem reyna að færa jólasveinunum jólagjafalistann því pósturinn er veikur. Á leiðinn hitta þau margar undarlegar verur. Öllum nemendum grunnskólans var boðið á sýningu auk þess sem tvær almennar sýningar voru og ein upptökusýning. Almenn ánægja var með sýninguna jafnt hjá börnum sem fullorðnum og voru yngstu nemendur grunnskólans sérstaklega ánægðir enda efnið sérstaklega vel við hæfi þeirra. Lesa meira
Litlu_jolin

Liltlu Jólin í Nesjaskóla miðvikudaginn 19.des kl 17:30- 18:30 - 18.12.2007 Fréttir

Á morgun miðvikudag kl 17:30 til 18:30 verða litlu jólin haldin í Mánagarði. Akstur fram og til baka verður í boði fyrir þá sem það vilja og fara rúturnar frá fyrstu stöð kl 17:00. Hefðbundin dagskrá með leik og söng auk þess sem jólasveinninn kemur í heimsókn og færir nemendum skólans glaðning. Við bjóðum foreldra velkomna til að njóta þessarar stundar með okkur. |nl|
Nes_2.HL_001

Föstudagshátíðir í Nesjaskóla - 18.12.2007 Fréttir

Nú er 2. HL búin að halda föstudagshátíð fyrir okkur hér í Nesjaskóla. Krakkarnir flutt ævintýrið um Rauðhettu og úlfinn þar sem Óli Björn lék sjálfan úlfinn, Díana lék Rauðhettu, Sóley Lóa lék ömmuna og Dagbjört var veiðimaðurinn sem öllu bjargaði. Lesa meira
jolasamv_hepp_(3)

Jólasöngur í desember - 14.12.2007 Fréttir

Jólasöngur hefur ómað um ganga Heppuskóla nú í desember. En nemendur í 8. – 10. bekk hafa hist á sal og sungið jólalög undir stjórn Jóhanns Moravék. Krakkarnir hafa tekið vel undir í söngnum og hafa þetta verið virkilega skemmtilegar stundir, sem lífgað hafa upp á skóladaginn. Í dag, föstudag, tóku þeir bræður Andri Snær og Bragi Fannar nikkurnar með í skólann og spiluðu nokkur jólalög við góðar undirtektir samnemenda og kennara. Lesa meira
fullveldisf_(2)

Fullveldisfagnaður - 07.12.2007 Fréttir

Fimmtudaginn 29 nóvember sl. Var haldinn fullveldisfagnaður á vegum Þrykkjunnar og Grunnskólans. Elsta stigið (8.-10. bekkur) stóð fyrir þessari geysimögnuðu skemmtun. Skemmtinefndin var búin að æfa hin frábæru skemmtiatriði í mánuð og skreytinefndin var búin að vinna hörðum höndum við frábærar skreytingar. Einnig var búið að panta Dj Óla Geir, fyrrverandi herra Ísland, til að halda uppi stuðinu fram eftir kvöldi. Krakkarnir byrjuðu að týnast inn um kl. 19:30 þ.e.a.s þegar húsið opnaði. Þá var skreytinefndin tilbúin með rosa flottann fordrykk. Þegar flestir voru mættir á staðinn hófst gamanið með söngvakeppni og pizzu. Lesa meira
6._des_003

Rithöfundaheimsókn - 06.12.2007 Fréttir

Í dag komu rithöfundarnir Hrund Þórdóttir og Sigurður Pálsson og lásu upp úr bókum sinum Loforðið og Minnisbók´. Hrund las upp úr Loforðinu í Hafnarskóla og Sigurður upp úr Minnisbókinni í Heppuskóla. Þau munu síðan lesa upp í Pakkhúsinu í kvöld ásamt öðrum rithöfundum. Lesa meira
songur_003

Jólasöngur á sal - 05.12.2007 Fréttir

Fyrsta jólasamveran á sal var í dag, nemendur sungu af krafti og auðheyrt að jólasöngurinn var kærkominn og skemmtileg tilbreyting í skólastarfinu. Lesa meira

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: