Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta

Heimsokn_Valgerdar_ABC_004_a_vef

ABC hjálparstarf - 31.01.2008 Fréttir

Á morgun hefst söfnun á vegum ABC hjálparstarfs víðsvegar um land. Söfnunarféð í ár rennur til byggingar heimavistar í Pakistan og til byggingar heimavistar í Kenýa en leiguhúsnæðið þar er allt og lítið og óhentugt. Söfnunarféð rennur óskert til þessara málefna. Síðustu ár hefur 4. bekkur grunnskólans safnað hér um slóðir og verður það einnig svo í ár. Lesa meira
Madur_arsins

Hornfirðingur ársins - 31.01.2008 Fréttir

Eins og flestum er kunnugt um var Eiríkur Hansson kennari og Ísjakarnir, legó lið skólans, valin Hornfirðingur ársins 2007. Það er mikill heiður fyrir allan skólann að fá þessa útnefningu og erum við svo sannarlega stolt af henni. Nú hefur verið ákveðið að Ísjakarnir fari til Minneapolis og keppi þar fyrir hönd Íslands á Opna Ameríska mótinu 1.- 3. maí næstkomandi. Ísjakarnir hafa þegar hafið undirbúning fyrir keppnina því snúa þarf öllu efninu á ensku auk þess sem þau ætla að bæta og breyta ýmsu í brautinni sjálfri. Lesa meira
Bondadagur_08_012_a_vef

Bóndadagur í grunnskólanum - 26.01.2008 Fréttir

Að vanda hófst bóndadagur í Hafnarskóla á því að hraustir drengir skólans ”buðu þorra í garð” að gömlum sið með því að hlaupa eða hoppa kringum skólann, sumir berfættir, á brókinni eða í annarri buxnaskálminni og sumir jafnvel berir að ofan. Það er gamall siður að á fyrsta degi þorra áttu bændur að bjóða þorra í garð eða fagna þorra með því að fara fyrstir á fætur. “Áttu þeir að fara ofan og út í skyrtunni einni, vera bæði berlæraðir og berfættir, en fara í aðra brókarskálmina og láta hina svo lafa eða draga hana eftir sér á öðrum fæti, ganga svo til dyra, ljúka upp bæjarhurðinni hoppa á öðrum fæti í kringum allan bæinn, draga eftir sér brókina á hinum og bjóða þorra velkominn í garð eða til húsa” (Saga daganna 1977 bls. 19) Margir drengjanna vildu bæta um betur og fara úr fleiru en forfeður þeirra gerðu og létu þar snjó og kulda engin áhrif á sig hafa. Á síðustu árum hefur þessi siður verið endurvakinn í skólanum og aðlagaður þeim aðstæðum sem þar eru. Mikill meirihluti drengja tók þátt í þessum viðburði að þessu sinni og skemmtu sér hið besta. Lesa meira
Friminutur_18._jan__o8_027_a_vef

Forföll í skólanum - 18.01.2008 Fréttir

Eins og margir foreldrar hafa orðið varir við hefur verið mikið um forföll hjá kennurum og starfsmönnum skólans að undanförnu og oft hefur verið erfitt að manna þessi forföll svo vel sé. Orsök forfallanna eru margvísleg en fyrst og fremst eru það þó veikindi og námsleyfi og hefur þetta mest bitnað á unglingastiginu að undanförnu. Það er neyðarúrræði að þurfa að senda nemendur heim eða láta þá vera án kennara hluta af kennslustund en þó hefur það komið fyrir þegar ekki hafa verið kennarar til að manna kennsluna. Lesa meira
Faduhringurinn

Heilsueflandi grunnskóli - 11.01.2008 Fréttir

Um 300 manns hlýddu á fyrirlestra Fríðu Rúnar Þórðardóttur næringarfræðings í Sindrabæ í gær. Fríða Rún sem kom hingað á vegum grunnskólans og foreldrafélagsins hélt sex fyrirlestra og samtals mættu á fyrirlestrana um 300 manns. Á fyrirlestrunum lagði hún áherslu á að halda réttu jafnvægi á milli hreyfingar, hollustu og hugarfars. Þessir þrír þættir væru allir jafn mikilvægir þegar kemur að heilbrigðu líferni og fór hún yfir ýmis atriði sem geta hjálpað okkur við að halda þessu jafnvægi. Lesa meira
Logo-GH

470 8400 - 08.01.2008 Fréttir

Nýtt símanúmer hefur verið tekið í notkun í Grunnskóla Hornafjarðar 470 8400. Ef hringt er í það er svarað á skiptiborði og gefið samband áfram eftir því sem við á. Á næstu dögum detta gömlu númerin úr sambandi.  

470 8400

Lesa meira
itrottadagur_19._des_003_a_vef

Fríða Rún Þórðardóttir næringarfræðingur í heimsókn - 08.01.2008 Fréttir

Fimmtudaginn 10. janúar kemur Fríða Rún Þórðardóttir næringarfræðingu í heimsókn til okkar og fjallar um mataræði, næringu, hreyfingu og fleira. Hún hittir alla nemendur í 6. - 10. bekk auk þess sem hún ræðir við starfsfólk skólans. Síðdegis verður hún með tvo opna fyrirlestra í Sindrabæ. Sá fyrri verður kl. 17:00 og er hann fyrst og fremst ætlaður íþrótta- og heilsuræktarfólki, þjálfurum, foreldrum írþóttafólks og öðru áhugafólki um íþróttir og næringu.  Þar fjallar Fríða Rún m.a. um mikilvægi þess að huga vel að mataræði við þjálfun, hvernig samsetning fæðunnar getur haft áhrif á árangur, þyngd og fleiri áhugaverð atriði.     


 

Lesa meira

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: