Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta

Blus_i_Sindraba_002_a_vef

Blús fyrir grunnskólann í Sindrabæ - 28.02.2008 Fréttir

Í dag var nemendum grunnskólans boðið á blústónleika í Sindrabæ. Þar spilaði hljómsveitin ADHD 800 fyrir nemendur sem komu í tveimur hópum í Sindrabæ. Fyrst 1. – 5. bekkur og síðan 6. – 10. bekkur. Hljómsveitarmeðlimir kynntu hljóðfærin sem þeir spiluðu á og sögðu hver væri galdurinn á bak við jassinn og leyfðu nemendum að taka þátt með því að kalla og klappa. Hljómsveitin er skipuð fjórum tónlistarmönnum og eru tveir þeirra "Meisalingar" eins og þeir kölluðu sig, þeir bræður Óskar og Ómar Guðjónssynir. Auk þeirra eru í hljómsveitinni Magnús Tryggvason Elíassen og Davíð Þór Jónsson. Lesa meira
Skidaferdalag_6._bekk_069_a_vef

Skíðaferðalag í 6. bekk - 28.02.2008 Fréttir

Þá eru nemendur í 6. bekk komnir heim úr vel heppnuðu skíðaferðalagi í Oddsskarð. Þar renndi fólk sér á skíðum og snjóbrettum í tvo daga. Þrátt fyrir að fæstir hefðu komið á skíði áður gekk fólki vel að ná grunnatriðum skíðaíþróttarinnar og komu þreyttir og sælir heim. Lesa meira
Torrablot_Heppuskola_052_a_vef

Þorrablót í Heppuskóla - 28.02.2008 Fréttir

Þann herrans dag 26. febrúar héldu efstu bekkir Grunnskóla Hornafjarðar sitt Þorrablót. Skemmtiatriðin voru alls ekki af verri endanum, enda vel æfð og uppsetningin skemmtileg. Kynnar kvöldsins voru Kristín Hallsdóttir og Sveinbjörg Zophoníasdóttir, og þau sem sáu um skreytingar og uppsetningu skemmtiatriðana voru 10. bekkirnir. Maturinn var auðvitað þorramatur og átu allflestir krakkarnir hangikjöt og harðfisk, og nokkrir treystu sér út í hákarl, sviðasultu og hrútspunga. Undir servíettunum voru svo nefndir happadrættismiðar, veglegir vinningar sem voru veittir í boði Nettó. Þegar flestir voru búnir að borða voru sungin þorralög og afmælissöngur fyrir Guðmund Inga og Sindra Örn. Lesa meira
Friminutur_18._jan__o8_028_a_vef

Skíðaferðalag í 6. bekk - 26.02.2008 Fréttir

Í dag fóru nemendur í 6. bekk í skíðaferðalag í Oddskarð og munu skemmta sér þar á skíðum í dag og á morgun. Gott veður var í Oddskarði þegar okkar fólk kom þangað, logn og örlítil ofankoma. Í lok dagsins voru allir farnir að renna sér á skíðunum og spenningur fyrir að halda áfram á morgun. Krakkarnir koma heim kl. 16:45. Lesa meira
Skolahreysti_2008_019

Skólahreysti 2008 - 26.02.2008 Fréttir

Þann 21. febrúar sl. fóru um það bil 50 krakkar frá Grunnskólanum í Hornafirði úr 8. – 10. bekk á hina frægu keppni, Skólahreysti. Keppnin var haldin á Egilstöðum annað árið í röð og verður keppnin bara stærri með árunum. |nl|Þess má til gamans geta að áhorfendamet var slegið eða um 1000 áhorfendur mættu í íþróttahúsið á Egilstöðum. Lesa meira
Danssýning

Dansskemmtun í íþróttahúsinu - 25.02.2008 Fréttir

Undanfarin ár hefur verið Jón Pétur frá Dansskóla Jóns Péturs og Köru komið og kennt börnum í Grunnskóla Hornafjarðar dans með góðum árangir. Þessa vikuna hefur danskennsla verið í fullum gangi hjá 1. – 7. bekk og þar hafa nemendur fengið tækifæri á að kynnast leyndardómum danslistarinnar. Lesa meira
Tessi_komust_afram_i_bekkjarkeppninni_003_a_vef

Stóra upplestrakeppnin - 15.02.2008 Fréttir

Í dag var bekkjakeppni stóru upplestrarkeppninnar. Þá kepptu nemendur í hvorum bekk fyrir sig og komust 6 áfram úr hvorum bekk. Þeir sem áfram komust voru Alexander Alvin Einarsson, Ásdís Pálsdóttir, Dóra Björg Björnsdóttir, Eiríkur Snær Jóhannesson, Ingvi Þór Sigurðsson, Jara Kjartansdóttir, Siggerður Aðalsteinsdóttir, Sigríður Þórunn Þorvarðardóttir, Sædís Harpa Stefánsdóttir, Vigdís María Borgarsdóttir, Þorgeir Dan Þórarinsson og Þorkell Ó Vignisson. Lesa meira
Vidtalsdagur_feb_08_002

Viðtalsdagur í grunnskólanum - 11.02.2008 Fréttir

Í dag er viðtalsdagur í grunnskólanum. Nemendur mæta þá í viðtal til umsjónarkennarans með foreldrum sínum. Að þessu sinni eru öll foreldraviðtöl í Heppuskóla og reynt var að samræma viðtalstíma hjá systkinum eftir því sem við var komið. Með þessu er reynt að koma sem mest til móts við foreldra og gefa þeim færi á að hittast í anddyrinu í skólanum, spjalla þar saman og skiptast á skoðunum.
Á morgun er skipulagsdagur í grunnskólanum og því frí hjá nemendum.

Lesa meira
oskudagur_i_Nesjaskola_050

Mikið um að vera á öskudag - 11.02.2008 Fréttir

Það var mikið um að vera á öskudag í grunnskólanum. Á öllum skólastigum mætti undarlegasta fólk í skólann og allstaðar var öskudagsball. Hér koma nokkrar myndir frá deginum Lesa meira

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: