Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta

Thordis_Imsland

Sigraði í Melodi grandprix - 20.03.2008 Fréttir

Það er alltaf gaman að segja frá þegar fyrrverandi nemendum skólans gengur vel á nýjum stöðum og jafnvel í nýju landi. Einn af þessum nemendum er Þórdís Imsland en hún býr núna í Danmörku. Skólinn sem Þórdís gengur í heitir Havnbjergskole og er á eyjunni Als á suður jótlandi. Árlega er haldinn melodi grandprix keppni og tóku 14 skólar þátt í keppninni. Keppnin snýst um tónlist eins og nafnið gefur til kynna og þurfa krakkarni sjálf að semja lagið, útsetja og flytja. Skemmst er frá að segja að Þórdís og félagar hennar í skólanum unnu keppnina með glæsibrag. Lesa meira
DSC09335

Nemendur í 9. bekk á heimleið - 14.03.2008 Fréttir

Þá er dvöl krakkanna að Laugum í Sælingsdal lokið og er reiknað með að þau komi heim mill klukkan 19:00 og 19:30. Rútan mun stoppa við Mánagarð og síðan við Heppuskóla. Ferðin hefur gengið vel og allir eru hressir og kátir. Lesa meira
Picture_019

Á skíðum í Oddsskarði - 12.03.2008 Fréttir

Nemendur í 8. bekk grunnskóla Hornafjarðar fóru s.l. þriðjudag í skíðaferð í Oddsskarð. Á þriðjudaginn gátu krakkarnir skíðað til klukkan 17:00 og þá var farið í sund og snæddur kvöldverður. Um kvöldið var síðan slappað af eftir strembin dag. Í dag, miðvikudag var barnalyftan í Oddskarði opnuð fyrir krakkana klukkan 10:00 og hafa þau átt fínan dag á skíðum. |nl| Lesa meira
Sigurvegarar stóru upplestrarkeppninni

Sigurvegarar í stóru upplestrarkeppninni - 12.03.2008 Fréttir

Gabríel Örn Björgvinsson frá Grunnskólanum á Djúpavogi sigraði stóru upplestrarkeppnina sem haldin var í Hafnarkirkju í gær. Í verðlaunasætum lentu einnig Dóra Björg Björnsdóttir og Ingvi Þór Sigurðsson. Sparisjóður Hornfjarðar var sá aðili sem hefur styrkt keppnina undafarið og var svo einnig nú. En peningaverðlaun eru fyrir þrjú fyrstu sætin. Lesa meira
DSC09293

Fréttir frá Laugum - 11.03.2008 Fréttir

Allt gengur eins og í sögu hjá 9. bekk, en eins og alþjóð veit eru þau núna stödd að Laugum í Sælingsdal. Í dag átti Símon afmæli og vitanlega var bökuð handa honum afmæliskaka. Seinna í dag munu krakkarnir ganga á Tungustapa og þar verður þeim sögð þjóðsagan um Álfakirkjuna í Tungustapa. Í kvöld fá þau síðan heimsókn frá 10. bekk í Búðardal og verður þá örugglega mikið fjör. |nl| Lesa meira
Nes_snjor_i_mars_001

Snjór og fjör í Nesjaskóla - 11.03.2008 Fréttir

Í Nesjaskóla er mikið byggt og mokað þessa dagana enda hafa veðurguðirnir verið örlátir á byggingarefni við okkur undanfarið. Lesa meira
Torrablot_Heppuskola_051_a_vef_a_vef

Laugaferð nemenda í 9. bekk. - 11.03.2008 Fréttir

Ferð nemenda að Laugum á sunnudag gekk mjög vel og voru ferðalangarnir komnir að Laugum í Sælingsdal fyrir kl. 21.00. Á mánudag var nemendum strax skipt í hópa og hafist var handa við hópavinnu sem verður út vikuna. Snjór er yfir öllu fyrir vestan og voru nemendur duglegir að nota tækifærið að vera úti og leika sér í snjónum þegar tími gefst til. Lesa meira
Maria_Hjordis_a_vef

Fleiri Myndir af 6. bekkingum - 10.03.2008 Fréttir

Hér koma fleiri myndir af 6. bekkingum að flytja verkefnin sín
6._bekkur_001_a_vef

Bókmenntavinna í 6. bekk - 10.03.2008 Fréttir

Á hverju ári er fastur liður í námi barna í Grunnskóla Hornafjarðar að fjalla um tiltekna bók sem kennari velur. Nú var komið að sjötta bekk og í dag (mánudag) sýndu nemendur afrakstur vinnu sinnar. Að þessu sinni varð sagan Saltfiskar í strigaskóm fyrir valinu en hún er eftir Guðrúnu H.Eiríksdóttur. Það var gert með þeim hætti að bókinni var skipt bróðurlega á milli allra nemandanna sem komu komu upp í ræðupúlt og fluttu sína ritgerð. Lesa meira
Skolakeppnin_013_a_vef

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar - 10.03.2008 Fréttir

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fer fram í Hafnarkirkju þriðjudaginn 11. mars kl. 16:00. Þetta er í áttunda skiptið sem nemendur á Djúpavogi og Hornafirði taka þátt í keppninni. Fyrir 11 árum var haldin upplestrarkeppni í Hafnarfirði og er það upphafið að þessari keppni sem nú er haldin á landsvísu. Skemmtileg hefð hefur skapast í kringum keppnina hér á suðausturlandi og er öruggt að hún er komin til að vera. Á degi íslenskrar tungu 16. nóvember hefst undirbúningur nemenda. Eftir áramót er haldin bekkjarkeppni og síðan fer fram skólakeppni en þá kemur í ljós hvaða keppendur fara og taka þátt í lokahátíðinni. Lesa meira

Kurteisi - 03.03.2008 Fréttir

Eftir kurteisisvikuna sem við tókum í Grunnskólanum var tekið á framkomu við skólafélagann og aðra sem við umgöngumst hvern dag. Almennt var talið að það að vera kurteis gæti hjálpað okkur að bæta framkomu okkar. Ljóðið sem kemur hér á að höfða til okkar allra og ættum við taka boðskap þess til fyrirmyndar. Lesa meira
Skolakeppnin_025_a_vef

Úrslit úr skólakeppni stóru upplestrarkeppninnar - 03.03.2008 Fréttir

Föstudaginn 29. febrúar fór skólakeppni stóru upplestrarkeppninnar fram í Nýheimum. Þau sem komust áfram í lokakeppnina eru; Ásdís Pálsdóttir, Dóra Björg Björnsdóttir, Ingvi Þór Sigurðsson, Siggerður Aðalsteinsdóttir, Sigríður Þórunn Þorvarðardóttir, Sædís Harpa Stefánsdóttir, Vigdís María Borgarsdóttir, Þorgeir Dan Þórarinsson og Þorkell Óskar Vignisson. Lesa meira

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: