Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta

DSC00052

Halló Hornfirðingar við erum komin alla leið - 30.04.2008 Fréttir

Halló Hornfirðingar við erum komin alla leið! Ferðin gekk vel þó að við höfum villst aðeins á leiðinni á hótelið svo fórum við að borða á Appelbee's og maturinn var mjög góður og límonaðið þar er líka mjög gott. Núna er klukkan hjá okkur næstum níu að morgni til og við erum á leiðinni í morgun mat og svo ætlum við í Mall of America. Kveðja Ísjakarnir Lesa meira
Ad_leggja_af_stad_001_a_vef

Ísjakarnir lagðir af stað til Minneapolis - 29.04.2008 Fréttir

Í morgun fóru Ísjakarnir okkar með Arnarflugi til Reykjavíkur þaðan sem ferðinni er heitið til Minneapolis í Bandaríkjunum síðdegis í dag. Í Minneapolis keppa Ísjakarnir á Opna Ameríska Legomótinu fyrir hönd Íslands. Eins og Hornfirðingar muna þá sigruðu Ísjakarnir First Lego League keppnina á Íslandi sem haldin var 10. nóvember s.l. í Reykjavík og unnu sér þar með inn rétt til að keppa fyrir Íslands hönd á erlendri grundu. Í ár er ekkert Evrópumót í Legókeppninni og því þurftu íslensku keppendurnir að leita út fyrir álfuna og fyrir valinu varð Opna Ameríska 1. – 3. maí http://www.hightechkids.org/. Lesa meira
Samundur_frodi_001_a_vef

Sæmundur fróði, eftir Pétur Eggertz - 28.04.2008 Fréttir

Í morgun bauð foreldrafélag grunnskólans öllum nemendum í leikhús í Sindrabæ. Þessi leiksýning var um Sæmund fróða. Sæmundur vildi verða fróður maður. Sæmundur var leikinn af Pétri Eggertz. Hann fór til útlanda til að læra latínu af því að fróðustu menn kunnu latínu. Hann fór fyrst til Noregs og spurði um næsta skóla, en hann var í Þýskalandi. Svo fór hann til Danmerkur og spurði aftur til vegar. Konan sagði honum að ganga til Þýskalands. Þá var honum bent til Svartaskóla, fór hann í skólann og sat þar við lærdóm í þrjú ár. Hann plataði kölska tvisvar eftir það áður enn hann fór heim. Lesa meira
Arshatid_2008_001

Fyrsta árshátíðin undir merkjum Grunnskóla Hornafjarðar - 23.04.2008 Fréttir

Í gær var haldin fyrsta árshátíðin undir merkjum Grunskóla Hornafjarðar. |nl|Ákveðið var að oddatölubekkir skólans sæju um skemmtiatriðin og ekki hægt að segja annað en að vel hafi tekist til. Lesa meira
IMG_1610_a_vef

Árshátíð Grunnskóla Hornafjarðar þriðjudaginn 22. apríl 2008 í Sindrabæ - 21.04.2008 Fréttir

Í sameinuðum grunnskóla breytast ýmsir hlutir og eitt af því er árshátíðin. Nú ætlum við að halda sameiginlega árshátíð með því að bjóða foreldrum og nemendum á sýningu til okkar. Það verða oddatölubekkirnir sem sjá um skemmtunina en hinir fá að njóta þess að horfa á þetta árið en sýna að sjálfsögðu á næsta ári. 10. bekkur sér um sölu á sýningunni og að innheimta aðgangseyri.

Aðgangseyrir verður 200 kr á árshátíðina, bæði fyrir börn og fullorðna en þó þarf hver fjölskylda ekki að greiða meira en 500 kr.

                                                                                                                Það verða tvær sýningar, sú fyrri kl. 17:00 fyrir nemendur og fjölskyldur í 1. – 5. bekk. Síðari sýningin verður kl. 18:30 og er sú sýning fyrir nemendur og fjölskyldur í 6. – 10. bekkinga. Ef það hentar fólki alls ekki að fara á þá sýningu sem því er ætlað þá er allt í lagi að koma á hina sýninguna. Þetta er einungis gert til að hafa einhverja stjórn á aðsókninni.

Lesa meira
Ora_Regina_og_Hafdis

Ferðalag í Öræfin - 18.04.2008 Fréttir

Við lögðum á stað klukkan 8:30 og vorum rosalega spennt. Fyrsta stopp var hjá Jökulsárslóni síðan var keyrt að Hofgarði þar sem við gistum. Þegar við komum að Hofgarði fórum við inn með dótið okkar og síðan var okkur keyrt í Skaftafell. Þar hlustuðum við á Regínu þjóðgarðsvörð og Hafdísi aðstoðarþjóðgarðsvörð. Svo var farið í langa göngu inn í Bæjarstaðarskóg, þar stoppuðum við á mjög fallegum stað og borðuðum nestið okkar. Við fengum öll heitt kakó en Þórgunnur var með prímusa, pott og ketil, það var rosalega hressandi. Eftir klukkutíma hlé við að borða og leika okkur í fossinum fórum við að hlusta á Hafdísi, hún sagði okkur frá trjánum og mörgu öðru fræðandi. Lesa meira

Heimkoma úr Öræfum - 16.04.2008 Fréttir

Nemendur í 6. og 7. bekk Grunnskóla Hornafjarðar koma úr námsferðinni í Öræfum kl. 17 - 17:30.
Krakkar í Grunnskólanum Hofgarði

Árshátið Grunnskólans Hofgarði - 16.04.2008 Fréttir

Árshátíð Grunnskólans í Hofgarði verður haldin fimmtudagskvöldið 17. apríl kl. 20:00. Aðgangseyrir er kr. 1500,- (kaffiveitingar innifaldar) og skólablaðið er selt á kr. 500, Nemendur skólans eru 10 og þau taka öll þátt í að flytja u.þ.b. klukkustundar langa dagskrá. Að þessu sinni er umgjörðin tengd heimabyggðarverkefni 8. bekkjar, sem þær tóku þátt í ásamt nokkrum öðrum skólum á landinu. Hugmyndavinna þeirra í verkefninu kemur til skila í þessari dagskrá. Allir eru velkomnir Nemendur og kennarar Lesa meira
SAFT-malting

Saft málþing - þú ert það sem þú gerir á netinu - 16.04.2008 Fréttir

SAFT, vakningarverkefni um jákvæða og örugga netnotkun barna og unglinga á Netinu og tengdum miðlum, stendur fyrir opnum málþingi í Nýheimum mánudaginn 21. apríl kl. 20:00. Markmið málþingsins er að draga annars vegar fram sýn nemenda og hins vegar foreldra og kennara á helstu kostum og göllum Netsins. Einnig verður áhersla lögð á að fá fram framtíðarsýn hópanna varðandi örugga og ánægjulega notkun og þróun Netsins. Þátttakendur vinna fyrst í tveimur málstofum en málþinginu lýkur með sameiginlegri málstofu nemenda, foreldra og kennara þar sem gerð verður grein fyrir niðurstöðum. Lesa meira
Gudlaug_Erla

Uppeldi til ábyrgðar - 14.04.2008 Fréttir

Í dag kom Guðlaug Erla Gunnarsdóttir í heimsókn í skólann og var með fræðslu um uppeldi til ábyrgðar bæði fyrir starfsmenn og foreldra. Guðlaug Erla Gunnarsdóttir er aðstoðarskólastjóri í Álftanesskóla á Álftanesi en þar hefur verið unnið eftir kenningum Uppeldis til ábyrgðar í nokkur ár. Meistaraprófsverkefni Guðlaugar Erlu fjallar um Uppeldi til ábyrgðar og er hún einn af brautryðjendum stefnunnar hér á landi. Lesa meira
Gisli_ad_utskyra_fyrir_nemendum

Gísli Arason kennir nemendum í 6. og 7. bekk - 14.04.2008 Fréttir

Í morgun var sú nýbreytni í kennslu 6. og 7. bekkjar að fenginn var "gestakennari". Fagið sem var til umfjöllunar var jarðfræði og kennarinn er Gísli Arason sem Hornfirðingum er að góðu kunnar. Gísli er eins og sagt er kominn af léttasta skeiði , en hann er á 91. aldurári. Það kom samt ekki í veg fyrir að hann næði prýðisgóðu sambandi við börnin sem hlýdddu á hann útskýra hinar ýmsu steintegundir sem hann hefur fundið og safnað. Það sem Gísli sýndi og kynnti börnunum voru m.a.steingerðar skeljar. Þær fundust á Hallmundarstaðakambi við Húsavík. Hinar tegundirnar eru fengnar á okkar svæði hér í A- Skaftafellssýslu. Þar má nefna baggalút, jaspís og bergkristalla. Einnig djúðbergið gabbró og líparít. Er þá fátt eitt talið. Lesa meira
7R_april_08_avextir

Ávaxtakarfa - 11.04.2008 Fréttir

Þetta byrjaði allt þegar að við skráðum okkur í heilsuátakið sem var í gangi fyrir páska, þá fórum við í eitthvern pott á Rás 2. Svo fékk Rósa (kennarinn okkar) tölvupóst og þá kom í ljós að við höfðum verið dreginn út. Allir voru búnir að ímynda sér trékörfu með hinum ýmsu ávöxtum en í vikunni fengum við girnilegan ávaxtabakka sendan í skólann. Þetta heilsuátak gekk útá það að hreyfa sig sem mest á daginn og skrá svo daginn eftir. Að meðaltali hreyfðu sig allir a.m.k 1 klst. á dag. Lesa meira
17. júní hátíðarhöld á Höfn

Uppeldi til ábyrgðar - 08.04.2008 Fréttir

Mánudaginn 14. apríl kl 12 verður haldin almennur fræðslufundur fyrir foreldra í Sindrabæ.Á fundinum ætlar Guðlaug Erla Gunnarsdóttir að fara yfir helstu þætti uppeldiskenningarinnar Uppeldi til ábyrgðar og skýra út á hvað hún gengur. Eins og foreldrum er kunnugt hefur starfsfólk grunnskólans unnið að því að tileinka sér þessa kenningu í vetur og ætlar að halda því áfram. Mikilvægt er fyrir foreldra að vita út á hvað þessi hugmyndafræði gengur þannig að þeir geti stutt við þá vinnu sem fram fer í skólanum og nýtt sér kosti þessarar kenningar heima við því þeir eru vissulega margir. Lesa meira
íslensku menntaverðlaunin

Íslensku menntaverðlaunin - 05.04.2008 Fréttir

Nú í vor verða íslensku menntaverðlaunin afhent í fjórða sinn. Verðlaun þessi eru sannkölluð þjóðarverðlaun því hver og einn getur sent inn sínar tilnefningar. Við höfum flest skoðanir á því hvað sé góður kennari, frábært námsefni ellegar góður skóli. Því viljum aðstandendur verðlaunanna hvetja alla til að senda inn tilnefningar um þá sem þeir telja að hafi gert góða hluti og eigi skilið að fá íslensku menntaverðlaunin, og þannig vekja athygli á því sem vel er gert í íslenskum grunnskólum. Lesa meira

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: