Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta

Hopurinn_i_eyjum_a_vef

Vestmannaeyjafarar - 30.05.2008 Fréttir

7. bekkur kemur heim milli sjö og hálf átta í kvöld. Úbbs, nei, þau ákváðu að skella sér í sund á Klaustri og koma ekki fyrr en um 20:30. Ef fólk vill fá nánari upplýsingar þá er hægt að hringja í Eygló í síma 8462227.
Hjoladagur_i_5._bekk_017_a_vef

Það er leikur að læra - 30.05.2008 Fréttir

Síðust daga skólans er oftar brugðið út af hefðbundnu skólastarfi en gengur og gerist yfir veturinn. Sérstaklega á það við um yngri bekkina. Þá er farið að hlýna úti og þolinmælin oft orðin lítil við bóknámið. Þrátt fyrir að bókinni sé sleppt hætta nemendur ekki að læra heldur verður námið meira verklegt og félagslegt. Það er aldrei of mikil áhersla lögð á að þetta nám er jafn mikilvægt og allt annað nám og á þessum dögum eru margir nemendur að vinna sína stærstu sigra. Lesa meira
Unicef_hlaup_002_a_vef

Unicef hreyfing í 2. - 6. bekk - 30.05.2008 Fréttir

Í dag tóku nemendur í 2. - 6. bekk þátt í svokallaðri Unicef hreyfingu. Hún felst í því að nemendur hreyfa sig í ákveðinn tíma og safna með því pening sem rennur til Unicef til hjálpar börnum í neyð. Fyrir nokkrum dögum fóru þessir nemendur heim með umslög þar sem þeir söfnuðu velunnurum sem hétu á þá að fyrir hvern hring sem viðkomandi gengi eða hlypi á íþróttavellinum fengi hann ákveðna upphæð. Lesa meira
Hopurinn_i_eyjum_a_vef

7. bekkingar hafa það gott í Vestmannaeyjum - 29.05.2008 Fréttir

Eins og Hornfirðingar vita þá reið sterkur jarðskjálfti yfir Suðvesturland nú rétt fyrir kl. fjögur. Jarðskjálftinn sem var 6. 1 á Richter átti upptök sín suðvestur af Selfossi. Í Vestmannaeyjum fannst skjálftinn vel sérstaklega hjá þeim sem voru innandyra. Flestir 7. bekkingarnir okkar sem eru í skólaferðalagi í Vestmannaeyjum voru hinsvegar úti við og sumir urðu hans ekki einu sinni varir. Lesa meira
Hopurinn_i_eyjum_a_vef

Vestmannaeyjar ,,here we come” - 29.05.2008 Fréttir

Veðurguðirnir eru að taka vel á móti okkur í Vestmannaeyjum, hér höfum við átt góðan dag og skoðað það sem dregur ferðamanninn að. Í Herjólfi var svaka gaman, veltingur og fjör. Einhverjir urðu órólegir í maganum en aðrir sváfu og enn aðrir spiluðu. Ferðalagið hófst klukkan 05:15 við íþróttahúsið. Frekar syfjuð og lúin. Kennarar náðu þó að mæta á réttum tíma, og nemendur. Þó svo að allir hafi verið syfjaðir sofnaði enginn, fyrr en í Herjólfi. Við borðuðum nesti á Núpstað, teygðum úr okkur á Hvolsvelli og náðum ferjunni á tilsettum tíma. |nl|Á morgun förum við í siglingu og skoðum Skansinn, spröngum, skoðum Náttúrugripasafnið og förum í sund..... ;) ;) |nl| Lesa meira
jolasamv_hepp_a_vef

Starfskynning og skyndihjálp fyrir nemendur í 10. bekk - 28.05.2008 Fréttir

Vikuna 13. – 16. maí vorum við nemendur í 10. bekk ekki í venjulegri kennslu í skólanum. Þessir dagar skiptust niður á fyrirlestra frá fyrirtækjum og skyndihjálp hjá honum Guðbrandi Jóhannssyni. Þriðjudagurinn fór í það að fyrst kynnti Guðmundur fyrir okkur það sem við vorum að fara að gera. Siðan var haldið út í Galdur ehf. og Sigurður og Heiðar kynntu fyrir okkur starfsemi fyrirtækisins og sögu. Þar fórum við líka í myndatöku og útkomuna mátti sjá framan á Eystrahorni þá vikuna. Svo fórum við í skyndihjálp sem var mjög fræðandi. Lögreglan átti svo seinasta fyrirlestur dagsins eða hann var meira svona fundur eða spjall. Lesa meira
7,_bekkur,_bekkjarkvold_001_a_vef

Málningarvinna - 28.05.2008 Fréttir

Nemendur á miðstigi grunnskólans urðu þess heiðurs aðnjótandi í vor að fá að mála rústirnar niður á Heppu og síðustu daga hafa þeir dundað sér við það ásamt Sigga Palla myndmenntakennara. Málningaþjónustan sá um að grunna veggina á meðan nemendur höfðu samkeppni í hverjum árgangi um mynd sem ætti að fara á veggina. Hver árgangur fékk síðan að mála einn vegg. Í sólinni síðustu daga dunduðu nemendur sé svo við að mála og tengdist myndefnið hjá öllum hafinu. Lesa meira
Nes umhverfisdagur

Umhverfis og útidótadagur í Nesjum - 26.05.2008 Fréttir

Síðastliðinn föstudag var mikið um að vera í Nesjaskóla. Nemendur skólans fóru á leiksýningu í Mánagarði og sáu Smagarðsdýpið mikla. Þennan dag var einnig hinn árlegi umhverfisdagur en þá er tekið til, stéttar sópaðar, gróðursett tré og kartöflur settar niður auk þess sem sú hefð hefur skapast að 3. bekkur tekur að sér að mála girðinguna umhverfis Sunnuhvol. Lesa meira
IMG_1811

Leiksýning í Mánagarði, Smargagðsdýpið mikla - 23.05.2008 Fréttir

Í dag, föstudag, fóru nemendur Hafnar- og Nesjaskóla á leiksýningu hjá hinu alþjóðlega Hypno leikhús frá Berlín. Sýningin var í boði Listahátíðar Reykjavíkur og Listvinasjóðs Hornafjarðar Sýningin heitir Smagarðsdýpið mikla, eða "Um Marvintýri Purbijan Ranjan Biswas og gríðarlega forvitnisáráttu hans". Í verkinu var boðið uppá sérstaka blöndu af tónlist, brúðuleik og sjónlist í sýningunni. Fylgst var með sjávarskjaldbökunni Purbijan í leit hans að því hvað leynist á botni hafsins. Á leið sinni kynnist hann mörgum skrítnum og áhugaverðum dýrum og er fylgt eftir af tígrishákarlinum dularfulla Sigurkarli Margleypi hinum Þriðja. Eftir því sem kafað er dýpra, verður hafið myrkara og verurnar yfirnáttúrulegri. Lesa meira
P1010297

3. bekkur í Öræfaferð - 23.05.2008 Fréttir

Mánudagsmorguninn 19. maí lögðum við í 3.bekk af stað í ferðalag. Við byrjuðum á því að stoppa við Brunnhólskirkju og fórum þar inn og skoðuðum kirkjuna og fræddumst aðeins um kirkjur og messuhald, okkur fannst kirkjan lítil og mjög falleg. Næsta stopp var í Hrollaugsstaðaskóla þar sem við fengum að fara inn að borða nestið okkar því það var svo mikil rigning og ekki gott að setjast út í blautt grasið. Lesa meira
Herdasmot_17._mai_08_005_a_vef

5 nemendur í úrslit í þríþraut FRÍ - 22.05.2008 Fréttir

Frjálsíþróttasamband Íslands stendur fyrir þríþraut sem nemendum í 6. og 7. bekk gefst kostur á að taka þátt í. Nemendur keppa þá í þremur íþróttagreinum, 400 m hlaupi, hástökki og kúluvarpi og ræður samanlagður árangur úrslitum. 47 grunnskólar tóku þátt víðsvegar af landinu og 64 nemendur komust í úrslit. Lesa meira
Nes_08__fostudagsh_2_HL_005_a_vef

Vorskóli fyrir börn fædd 2002 - 22.05.2008 Fréttir

Vorskóli fyrir börn fædd 2002 verður fimmtudaginn 29. og föstudaginn 30. maí n.k. frá kl. 8:20 – 11:00. Það eina sem nemendur þurfa að koma með í skólann er nesti (brauð/drykkur). Foreldrum á Höfn er bent á að koma börnum sínum á næstu biðstöð við heimili sitt eða á Krakkakot/Lönguhóla því bíllinn kemur þar við bæði að morgni og að loknum skóladegi. Mæting á biðstöðvar er kl. 7:50. Í Nesjum, Lóni, Mýrum og Suðursveit sækir skólabíll börnin heim á bæina og í Nesjahverfið. Lesa meira
nes_mai_08_lon_003

2. bekkur heimsækir Lónið - 21.05.2008 Fréttir

Í liðinni viku fór 2 bekkur í vorferð. Að þessu sinni var haldið austur á bóginn og Lónið skoðað. Ferðinni var að heitið upp í Þórisdal og þaðan var gengið inn að Dímu og aurar Jökulsár skoðaðir gaumgæfilega á bakaleiðinni. Þegar komið var til baka í Þórisdal voru gömlu húsin skoðuð og síðan sest niður og borðað nesti. Lesa meira
Vorhátíð 2008

Vorhátíð 8. - 10. bekkjar - 16.05.2008 Fréttir

Í gær þann 15. maí var haldin vorhátíð í Mánagarði. Hún fór vel fram og var byrjað á því að borða yndislega grillaða hamborgara og kjöt. Svo voru skemmtiatriði eftir 9. bekk og voru þau mjög góð. Krýnd voru konungur og drottning Heppuskóla og það voru þau Iðunn Tara og Freyr. Lesa meira
Ingólfshöfðaferð 2008

Ingólfshöfðaferð 5. bekkjar - 16.05.2008 Fréttir

Þann 15. maí fór 5. bekkur í Ingólfahöfða. Við keyrðum frá Höfn í Öræfin og fórum út í Hofsnesi og fórum í vagn þaðan upp í Ingólfshöfða. Fyrst fórum við upp sandinn upp á Ingólfshöfða sem var soldið erfitt. Svo fórum við með Einari Sigurðssyni að skoða lunda. Við skoðuðum líka á svartbakshreiður. Svo gengum við smá spöl og þá komum við að RISA stórri sandbrekku og þar fengum við að leika okkur sem var mjög gaman og máttum borða nestið okkar. Næst kom Sigurður að ná í okkur á vagninum. Lesa meira
eyjalin_med_vidurkenningarskjalid

Sigurvegari í 4. bekk - 16.05.2008 Fréttir

Eyjalín Harpa Eyjólfsdóttir vann til verðlauna í teiknimyndasamkeppni Alþjóðalega skólamjólkurdagsins sem Mjólkursamsalan stóð fyrir meðal nemenda í 4. bekk í grunnskólum landsins. Mikill fjöldi teikninga barst í keppnina en tíu nemendur fengu viðurkenningu fyrir teikningar sínar. Með keppninni vill Mjólkursamsalan vekja athygli á mikilvægu hlutverki mjólkur í daglegu mataræði barna. |nl| Lesa meira
nes_april_mai_08_075

1. bekkur gerir víðreist - 15.05.2008 Fréttir

Mikið hefur verið um að vera hjá nemendum í 1. bekk. Þeir hafa verið duglegir í alls kyns skoðanaferðum sem hafa bæði verið til gagns og gamans. Fyrstu ferðinni var heitið að kirkjugarðinum við Laxá þar sem skoðaður var minnisvarði og kirkjugarðurinn sjálfur sem er í mjög svo vinalegu umhverfi. Lesa meira
nes_april_mai_08_045

1. bekkur heldur vor-föstudagshátíð - 15.05.2008 Fréttir

Í dag, fimmtudag var haldin síðasta föstudagshátíð vetrarins í Nesjaskóla. En vegna anna nemenda í Nesjaskóla varð að hafa hátíðina á fimmtudegi. Hátíðin hófst með tískusýningu þar sem sýnd var hátískan frá París en samkvæmt kynni hátíðarinnar þá fór bekkurinn í höfuðborg hátískunnar og kynnti sér allra nýjustu strauma og stefnur í þeim málum.

Lesa meira
Namsferd_i_Sudursveit_08_031_a_vef

Námferð í Suðursveit hjá 4.-5.bekk - 14.05.2008 Fréttir

Mánudaginn 5. maí fórum við í 4 og 5 bekk í Suðursveit. Strax og við komum þangað fórum við að ganga út á Breiðamerkursandi, svo hvíldum við okkur á Jökulsalóninu og þá var keyrt heim að Hrollaugsstöðum. Þegar við komum að Hrollaugsstöðum þá fóru allir að gera tilbúið fyrir kvöldið. Það var blásið í loft dýnurnar og sumir fóru að æfa skemmtiatriði fyrir kvöldvökna. Sumir fóru út að leika sér og síðan fóru svo flestir í fótbolta. Að því loknu fórum við inn að borða. Það var lasagne og kartöflumús í matinn og djús að drekka. Svo eftir matinn fóru allir að leika sér eða æfa. Lesa meira
Legoferd_Heidar_308_a_vef

Ameríkuferð Ísjakanna - 09.05.2008 Fréttir

29. apríl. Við flugum til Reykjavíkur kl.11:40 og þaðan til Minneapolis. Þegar við komum þangað náðum við nú að villast í nokkra hringi og fengum þá að skoða Minneapolis aðeins, síðan tékkuðum við okkur inn á hótelið, borðuðum á Applebee’s og fórum síðan að sofa.  30. apríl.  Við fórum öll saman í Mall of America. Þar fórum við í sædýrasafn og sáum marga skrautlega fiska og önnur sjávardýr. Sumir fóru í tívolí en aðrir voru bara að versla. Eftir þetta fórum við aftur á Applebee’s. Lesa meira
Hreinsidagur_08_005_a_vef

Umhverfisdagur á miðstiginu - 09.05.2008 Fréttir

Á fimmtudag var umhverfisdagur á miðstiginu í grunnskólanum. Þá fóru 4. - 7. bekkingar vítt og breytt um bæinn og tíndu rusl og enduðu daginn á því að taka skólalóðina í gegn. Í hádeginu grilluðu Ingólfur og Stjáni á Kaffi Horninu pulsur handa nemendum og starfsfólki og borðuðu allir úti í blíðskapar veðri. Í hádeginu voru ný leikföng vígð s.s. úti mikado, moonhopper og fleira. Lesa meira
Isjakar_i_Ameriku

Fréttir frá Ameríku - 03.05.2008 Fréttir

Við vorum valin til þess að taka þátt í myndatöku fyrir allar auglýsingar á mótinu og svo fóru við í viðtal fyrir háskólann í Minnesota svo var opnunar athöfnin og þar voru kynnt liðinn og öll liðin sögðu takk fyrir á sínu tungumáli, svo sögðu stjórnendurnir frá aðalatriðunum og viðburðunum mótsins. Opnunar athöfnin fór fram í karla körfuboltahöllinni en heimastöðvarnar okkar voru í kvenna körfuboltahöllinni. Eftir opnunathöfnina var vísinda og eðlisfræði sýning sem var mjög fræðandi og skemmtileg. Lesa meira

Myndir af legókeppninni - 02.05.2008 Fréttir

Hægt er að skoða myndir úr legókeppninni inn á www.umn.edu. Þar er mynd af okkar fulltrúum á forsíðunni eins og er.

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: