Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta

tungumalanamskeid_4728_a_vef

Tungumál sem samskiptamiðill - 11.06.2008 Fréttir

Tungumál sem samskiptamiðill var heiti á námskeiði sem haldið var í Grunnskólanum 9. og 10. júní. Námskeiðið var ætlað þeim sem koma að tungumálakennslu hvort heldur sem er í kennslu eða stuðningi. Kennsluaðferðir í tungumálum hafa breyst mikið á síðustu árum og nú þegar farið er að kenna ensku alveg niður í fyrst bekk er mikilvægt að fá nýjar og ferskar hugmyndir. Það var Samuel C. Lefever lektor í ensku við KHÍ sem var leiðbeinandi á námskeiðinu sem tókst í alla staði mjög vel. Lesa meira
Nes_mai_unicef_064

Unicef hreyfingin - 10.06.2008 Fréttir

Í lok maí tóku nemendur í 2. – 6. bekk grunnskólans þátt í Unicef-hreyfingunni svokallaðri. Þessir nemendur hlupu og gengu samtals 619,6 km og söfnuðu um leið áheitum. Áheitin skiluðu sér vel og samtals söfnuðu nemendurnir 294.642 krónum. Söfnunarféð úr UNICEF-hreyfingunni fer í alþjóðlegan sjóð UNICEF og er nýtt þar sem þörfin er mest hverju sinni. Við megum koma með tillögu um það í hvað okkar söfnunarfé rennur en hér fyrir neðan er langur listi af mögulegum verkefnum. Ef þið viljið hafa áhrif á valið þá endilega látið Sævar Þór Gylfason vita með því að senda honum tölvupóst á nefangið saevar@hornafjordur.is. Lesa meira
Skolaslit_002_a_vef

Fyrstu skólaslit í Grunnskóla Hornafjarðar - 04.06.2008 Fréttir

Skólaslit Grunnskóla Hornafjarðar fóru fram við hátíðlega athöfn í Íþróttahúsinu á Höfn 3. júní. Mikið fjölmenni var í Íþróttahúsinu enda nemendur um 330 og starfsmenn ríflega 60. Auk hefðbundinna dagskráratriða á skólaslitum voru ýmis tónlistaratriði allt frá einsöng upp í Lúðrasveit. Hápunktur skólaslitanna var þó útskrift 10. bekkinga en í ár luku 35 nemendur grunnskólaprófi. Þess má geta að af þeim luku 33 einum eða fleiri áföngum úr FAS meðfram grunnskólanáminu. Þetta voru áfangar í t.d. þýsku, dönsku, spænsku, grunnteikningu, bókfærslu og ferðamálafræði. Námið í FAS byggir á samstarfsamningi sem gerður var milli Grunnskólans og FAS og skilar þessi samningur sér betur og betur með hverju árinu.  Lesa meira
Krossbajarskard_001_a_vef

43 á Ketillaugarfjall- skólaslit á morgun - 02.06.2008 Fréttir

Þau enduðu þetta skólaár svo sannarlega með stæl nemendurnir sem fóru á Ketillaugarfjall í dag. 4- 8. bekkur gekk Krossbæjarskarð en 39 nemendur og 4 starfsmenn tóku smá lykkju á leiðina og skelltu sér upp á Ketillaugarfjall. Lagt var af stað í blíðskaparveðri í morgun og þrátt fyrir að sólin hyrfi fljótt bak við ský var blíðskaparveður og gott útsýni allan tímann. Á morgun verða svo fyrstu skólaslit Grunnskólans við hátíðlega athöfn í Íþróttahúsinu á Höfn og hefjast þau kl. 17:00. Lesa meira

 

Fréttasafn


Tungumál



Útlit síðu: