Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta

Skolasetning_001_a_vef

Skólasetning í Grunnskólanum - 25.08.2008 Fréttir

Skólasetning í Grunnskólanum fór fram s.l. fimmtudag. Nemendum og foreldrar mættu með börnum sínum og áttu stund með umsjónarkennurum og farið var í gegn um þau hlutverk sem við eigum í kennslustofunni og í skólanum. Mjög góð mæting var og sköpuðust skemmtilegar umræður um hlutverkin og tilgang þeirra. Lesa meira
Starfsdagar_haustid_08_046_a_vef

Námskeið um fjölbreytt námsmat - 20.08.2008 Fréttir

Í dag tók starfsfólk Grunnskólans fyrstu skrefin í þróunarverkefni sem ber snýst um að bæta námsmat skólans og gera það fjölbreyttara. Skrefin sem tekin voru í dag fólust í því að Ingvar Sigurgeirsson prófessor við menntasvið Háskóla Íslands (áður KHÍ) kom og hélt fyrirlestur um fjölbreytt námsmat og sýndi ýmis dæmi um það. Með því kveikti hann ýmsar hugmyndir hjá starfsfólki sem nú þegar er byrjað að velta fyrir sér hvaða þætti það mun leggja áherslu á í vetur. Þróunarverkefnið mun standa í allan vetur og geta bæði nemendur og foreldrar vænst þess að finna breytingar á fyrirkomulagi námsmats þegar frá líður. Lesa meira
Krossbajarskard_001_a_vef

Skólasetning í Grunnskóla Hornafjarðar - 13.08.2008 Fréttir

Skólasetning í Grunnskóla Hornafjarðar fimmtudaginn 21. ágúst kl. 17:00 - 19:00. Nemendur mæta með foreldrum sínum hver í sinn skóla. 

Á skólasetningu verður farið yfir helstu atriði í skólastarfinu, nýjar skólareglur, námstilhögun í hverjum árgangi fyrir sig ásamt fleiri mikilvægum atriðum. Foreldrar eru vinsamlegast beðnir um að mæta með börnum sínum og láta yngri börnin þá ganga fyrir. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá mánudaginn 25. ágúst.

Lesa meira
Mer_finnst_rigningin_god_003

Laus störf við Grunnskóla Hornafjarðar - 13.08.2008 Fréttir

Kennara eða leiðbeinanda vantar í 100 % starf í textilmennt (handmennt) á mið- og unglingastig á næsta skólaári.  Launakjör samkvæmt kjarasamningi sveitarfélaga við KHÍ.  Skólaliða vantar í 100 % starf í Grunnskóla Hornafjarðar, Hafnarskóla. Hann þarf að geta hafið störf sem fyrst. Starf skólaliða felst fyrst og fremst í ræstingum og eftirliti með nemendum. Launakjör samkvæmt kjarasamningi sveitarfélagsins við stéttarfélög. Umsóknum skal skilað til skólastjóra þar sem fram koma upplýsingar um aldur og reynslu. Frekari upplýsingar gefur skólastjóri í síma 470 8440 / 899 5609, thorgunnur@hornafjordur.is

Lesa meira
Föstudagshátíð 1. M

Skólaráð - 13.08.2008 Fréttir

Samkvæmt nýjum grunnskólalögum hefur foreldra- og kennararáð verið lagt niður en í stað þess skal kosið Skólaráð við alla skóla. Í grunnskólalögunum segir m.a. "Við grunnskóla skal starfa skólaráð sem er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans. Skólaráð fjallar um skólanámskrá skólans, árlega starfsáætlun, rekstraráætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið. Skólaráð skal fá til umsagnar áætlanir um fyrirhugaðar meiri háttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla áður en endanleg ákvörðun um þær er tekin. Skólaráð fylgist almennt með öryggi, aðbúnaði og almennri velferð nemenda. Skólanefnd, sbr. 6. gr., getur með samþykki sveitarstjórnar falið skólaráðum einstakra skóla ákveðin verkefni þessu til viðbótar. Lesa meira

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: