Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta

Truarbragdafradi_i_7._bekk_003_a_vef

Samfélagsfræði í 7. bekk - 29.09.2008 Fréttir

Við í 7. bekk erum að læra um trúarbrögð. Við höfum horft á tvær myndir um gyðingdóminn og Islam. Í tölvutíma höfum við farið á netið og leitað okkur upplýsingar um trúarbrögðin, við höfum föndrað bækur með fullt af myndum sem bið skýrum síðan frá. Þegar við vorum að læra um kristna trú bjuggum við til glugga eins og er á mörgum kirkjum og teiknuðum kross í miðjuna, lituðum og skrifuðum Faðir vorið. Lesa meira
001_a_vef

Samstarfssamningur Grunnskólans og Framhaldsskólans - 29.09.2008 Fréttir

Grunnskóli Hornafjarðar og Framhaldsskóli Austur-Skaftafellssýslu hafa endurnýjað samstarfssamning sem hefur það að markmiði að gera nemendum Grunnskólans fært að hefja nám á framhaldsskólastigi áður en þeir hafa lokið grunnskólanámi. Það geris með tvennu móti. Annars vegar stunda nemendur nám í valáföngum og fer kennslan fram í FAS, sem greiðir kostnað við þá kennslu. Hins vegar stunda nemendur nám í framhaldsáföngum þar sem kennslan fer fram í Grunnskólanum og sveitarfélagið stendur þá straum af kostnaði við þá kennslu. Samningur GH og FAS er í anda nýrra grunnskólalaga þar sem lögð er áhersla á sveigjanleika milli skólastiga þannig að grunnskólanemendur geti hafið framhaldsskólanám á meðan þeir eru í grunnskóla. Þess má geta að samstarf Grunnskólans og FAS hefur staðið frá því árið 2000 svo segja má að þessir skólar hafið verið vel í stakk búnir til að taka við þessu ákvæði nýrra grunnskólalaga. Lesa meira
Uti_i_rigningu_001_a_vef

Nú rignir hann - 26.09.2008 Fréttir

Síðustu daga höfum við Skaftfellingar ekki farið varhluta af haustrigningunum. Ekkert lát virðist vera á þeim og það er reynsla okkar að þær geti staðið linnulítið fram að jólum. Við í Grunnskólanum erum ákveðin á því að það sé gott að vera úti hvernig sem viðrar og því fara nemendur okkar í 1. - 7. bekk út í flestum frímínútum, sama hve rignir mikið. Það er helst ef með rigningunni fylgir mikill vindur að við leyfum nemendum að vera inni. Það er hinsvegar nokkur misbrestur á því að nemendur komi með regngallana með sér í skólann en þeir gera lítið gagn á snaga í forstofunni heima. Þess má líka geta að töluvert er um að nemendur séu í vindgöllum en þeir hafa lítið að segja í svona rigningu. Nú er ekkert annað en gúmístígvélin og regngallinn sem gildir. Lesa meira
4bekkur_agust_08_017vef

Grímusull!!! - 25.09.2008 Fréttir

Valhópur í grímusulli er starfandi við Grunnskólann, það var forvitnilegt að fá að vita hvað þau eru að gera í sullinu þannig að við fengum Sejlu og Guðrúnu í 6. bekk til að lýsa þessu nána. "Við krakkarnir í grímusullinu erum að búa til grímur. Við notum ýmist blöðrur eða álpappír. Þeir sem nota blöðrur blása upp blöðru á stærð við hausinn á sér, en þeir sem nota álpappír móta álpappírinn við augun og nefið. Við rífum niður dagblöð og dýfum í Lesa meira
Arsenal_treyja

Arsenalklúbburinn þakkar fyrir góðar móttökur - 24.09.2008 Fréttir

Forsvarsmenn Arsenalklúbbsins á Íslandi komu hér helgina 12. - 14. september til að heiðra minningu Tómasar Inga Ingvarssonar sem hefði orðið 11 ára þann 14. september. Þeir færðu Grunnskóla Hornafjarðar treyju áritaða af leikmönnum Arsenal en klúbburinn fær eina slíka treyju á ári. Það voru 6. bekkingar og foreldrar þeirra sem tóku við bolnum fyrir hönd skólans ásamt Ólöfu Ósk og Sævari Þór. Knattspyrnudeildin sá um dagskrá með gestum og var þetta hin skemmtilegasta stund. Forsvarsmenn Arsenalklúbbsins færðu áhangendum Arsenal á Hornafirði ýmislegt smálegt með merki félagsins. Þeir vilja hér með koma á framfæri þökkum fyrir góðar móttökur á Hornafirði og fyrir skemmtilegan dag. Heiður og Ingvar fá þakkir fyrir höfðinglegar móttökur og Hótel Höfn fyrir góða þjónustu og liðlegheit. Lesa meira
001_a_vef

Nýnemadagur - 24.09.2008 Fréttir

Nemendur 10. bekkjar sáu um vígslu nýnema inn í elsta stigið. Um morguninn var 8. bekkingum bannað að sitja í mjúkum sófum setustofunnar. Fram að hádegi var þetta það eina sem busarnir þurftu að ganga í gegnum, en eftir hádegi byrjuðu herlegheitin. 10. bekkingar sáu um að farða, greiða og klæða busana í búninga sem samanstóð af ruslapokum og hárneti. Síðan var þrammað í íþróttahúsið og busarnir sungu sérvalin lög eins og í leikskóla er gaman og stubbarnir. Í íþróttahúsinu þurftu þeir að tilbiðja 10. bekkingana og leika listir sínar. Farið var í ýmsa leiki, spurningakeppni, fílafótbolta og fl. Að lokum var knattspyrnuleikur á milli 10. bekkinga og kennara. Auðvitað unnu kennararnir leikinn 4:0 (að vísu voru Lesa meira
2_vef_steinunn

Ljósmyndir í tölvum - 18.09.2008 Fréttir

Í Grunnskólanum er starfræktur í vali ljósmyndahópur, þar er verið að vinna með stafrænar ljósmyndir úr umhverfinu og er ætlunin að hafa ljósmyndasýningu á göngum skólans þegar vinnu lýkur. Nokkur þemu eru í gangi en það er mynd af speglun í umhverfi, lit, hvað minnir á skólann, auga ofl. alls eru 17 krakkar á aldrinum 9 ára til 12 ára í hópnum. Mikið er að gera þegar hópurinn er að vinna, mikið spurt og spáð. Myndirnar eru flestar í vinnslu ennþá en nokkrar þeirra birtast hér með, ekki náðist að setja inn myndir frá öllum en allflestum. Aðrar myndir birtast síðar. Lesa meira
DSC03552_feghurd_vef

Foreldrafélag Grunnskóla Hornafjarðar - 18.09.2008 Fréttir

Miðvikudaginn 17. september voru bekkjartenglar og stjórn foreldrafélagsins boðuð á fund og farið yfir starfsemi s.l. vetrar og hvað væri framundan í starfi foreldrafélagsins. Ný stjórn var kosin og er hún þannig skipuð: Aðalmenn eru: Erla Berglind Antonsdóttir, Anna Kristín Hauksdóttir og Ragnheiður Sigjónsdóttir. Varamenn eru: Sólveig María Hauksdóttir og Jóna Bára Jónsdóttir. Á heimasíðu skólans www.hornafjordur.is/grunnskoli/foreldrar er hægt að sjá hverjir eru bekkjartenglar hvers árgangs. Ef foreldrar hafa hugmyndir að fyrirlestrum eða öðru er áhugavert gæti verið fyrir foreldrafélagið vinsamlegast komið því til skila til stjórnarinnar. Við minnum á slóðina www.heimiliogskoli.is til fróðleiks fyrir foreldra/forráðamenn nemenda. Lesa meira
utivist_hlaup_132_vefur

Göngum í skólann - 17.09.2008 Fréttir

Verkefnið ,,Göngum í skólann"- hófst miðvikudaginn 10. sept. s.l. Grunnskóli Hornfjarðar er þátttakandi og hvetur þá sem geta komið því við að ganga eða hjóla í skólann. Þessu verkefni lýkur svo formlega á alþjóðlega "Göngum í skólann" - deginum miðvikudaginn 8. október. Í ár verður lögð áhersla á að börn gangi eða hjóli til og frá skóla. Markmið verkefnisins eru meðal annars: Lesa meira
IMG_1930_avef

Landnemar - 17.09.2008 Fréttir

Í Grunnskóla Hornafjarðar hefur tíðkast að vinna í þemaverkefnum. Þá aðallega í samfélagsfræðigreinum. Nú er 5. S lagður af stað í Landnám Íslands. Nemendur skrifuðu frétt og tóku myndir. |nl|Núna er 5.S byrjaður að vinna við þemaverkefni um landnema sem flúðu Noreg og komu til Íslands.Við ætlum að fylgjast með för Leifs heppna Eiríkssonar. Núna erum við að búa til vestur hluta Noregs og skreytum hann með fjöllum, fossum, trjám, grasi, húsum, dýrum, bátum og fiskum. Lesa meira
Er_Sindri_ekki_bestur

Í minningu Tómasar Inga - 10.09.2008 Fréttir

Laugardaginn 13. sept. n.k. munu forsvarsmenn Arsenalklúbbsins koma á Hornafjörð. Þeir munu taka þátt í uppskeruhátíð Sindra í 5. 6. og 7. flokki. Ástæðan fyrir komu þeirra er að þeir vilja heiðra minningu Tómasar Inga Ingvarssonar Arsenal aðdáanda með því að færa 6. bekk til eignar treyju áritaða af leikmönnum Arsenal. En næsta sunnudag 12. sept. hefði Tómas Ingi orðið 11 ára. Lesa meira
nemendarad_003

Nemendaráð Grunnskóla Hornafjarðar - 10.09.2008 Fréttir

Innan grunnskólans er starfrækt nemendaráð sem er skipað fulltrúum nemenda í 6. - 10. bekk. Í 6. - 10. bekk kjósa nemendur sér einn fulltrúa í hverjum bekk í nemendaráðið. Fyrsti fundur vetrarins var svo haldinn í dag og skiptu þá nemendur með sér verkum. Formaður er Óskar Þór Ingvarsson og varaformaður Lesa meira
heppu_bokasafn_002_vefur

Betri þjónusta við nemendur - 05.09.2008 Fréttir

Verið er að setja upp bókasafnsútibú í Heppuskóla en það er Menningarmiðstöðin sem vinnur að því. Lesa meira
nesjaskoli_bejamo_hlaup_202_vefur

Norræna skólahlaupið - 05.09.2008 Fréttir

Nú hafa nemendur Grunnskóla Hornafjarðar lokið við að hlaupa Norræna skólahlaupið. Allir taka þátt og lágmarksvegalengd er 2,5 km. Þessi uppákoma hefur verið árviss og fá nemendur viðurkenningaskjöl fyrir þátttaka. Þetta er samvinnuverkefni milli Norðurlanda og er sett á til að efla vitund barna og kennara um nauðsyn hreyfingar. Lesa meira
Auður Lóa Gunnarsdóttir

Nýsköpunarkeppni Grunnskólanna - 04.09.2008 Fréttir

Auður Lóa Gunnarsdóttir 7.M frá Stórabóli komst áfram í Nýsköpunarkeppni Grunnskólanna. Auður Lóa var með hugmynd sem hún kallar sveitin. En það er tölvuleikur sem miðar út frá íslenskri sveit og störfum sem þar þarf að sinna. Það að komast áfram er stór sigur út af fyrir sig, en í þessum áfanga taka þátt 53 nemendur allstaðar af að landinu og verða þeir í vinnusmiðju þar sem þeir fá hjálp við að útfæra hugmyndirnar í framleiðsluform. Lesa meira

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: