Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta

MMH_safna1

Læra að nýta sér bókasöfnin í leik og starfi - 30.10.2008 Fréttir

Nú er safnkennslan hafin í Grunnskóla Hornafjarðar en hún felst í því að kenna nemendum skólans leiðir til að nýta sér bókasöfnin í leik og starfi. Nemendum er meðal annars kennt að nota bókasafnskerfið Gegni til að finna hvar bækur og gögn eru staðsett í bókasöfnunum ásamt því að afla upplýsinga úr bókum og af neti. Farið er í heimsókn á Bókasafn Menningarmiðstöðvar en þar eru leyst ýmis verkefni og kíkt í skjalageymslu sýslunnar. Þá fá nemendur afhentan bækling um skólabókasafnið en þar er að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar. Lesa meira
3.D_fostudagshatid_001vef

Föstudagur í Nesjaskóla - 27.10.2008 Fréttir

Á síðasta föstudag var það 3. D sem sá um að skemmta okkur með leik og söng á hinni hefðbundnu föstudagshátíð skólans. Krakkarnir hófu dagskrána á því að stelpurnar sungu lagið Do re me, næst voru fluttir brandarar af ýmsu tagi. Hekla, Tinna, Díana og Inga Sóley sömdu dans og sýndu. Helgi, Óliver, Aðalsteinn, Sigurður og Bjarmi sungu lagið Hífum í bræður, voða flottir strákar, skiptust á að syngja einsöng, Því næst komu stelpurnar með blokkflauturnar og spiluðu og sungu lagið Lesa meira
itrottadagur_167__a_vefur

Íþróttadagur í 8. - 10. bekk - 20.10.2008 Fréttir

Laugardaginn 18. október var haldinn íþróttadagur fyrir nemendur í 8. 10. bekk og foreldra þeirra. Bekkjartenglar og nokkrir nemendur skólans sáu um skipulagningu og var hún til fyrirmyndar. Sett var upp þrautabraut sem nemendur hönnuðu og áttu bæði foreldrar og nemendur að fara í gegnum hana á tíma. Keppnisskapið var sko aldeilis til staðar jafnt hjá nemendum sem og foreldrum. Besti tíminn hjá fullorðnum í brautinni var 37 sekúndur og 33 sekúndur hjá nemendum. Lesa meira
Nes_fostudagsh_2.N_004vef

Föstudagshátíð í Nesjaskóla. - 15.10.2008 Fréttir

Síðast liðinn föstudag sá 2. N um föstudagshátíð skólans. Hátíðin hófst á því að krakkarnir léku Fiðlu-Hansa á flautu og síðan komu þau fram hvert á eftir öðru og sögðu brandara, gátur og sögðu bráðskemmtilega rímbrandara sem má teljast nýtt í brandara flórunni. Þau fluttu svo leikrit um Bakkabræður og las Auðunn fyrir okkur söguna á meðan Benjamín Glói, Einar Karl, Kristján Bjarki og Laufey túlkuðu persónurnar. Malín og Sara Kristín lásu einnig söguna um Ketillaugu og Skeggja í Skeggey, Jóhann las frumsamda Lesa meira
Gongum_i_skolann_011_a_vef

Göngum í skólann - 08.10.2008 Fréttir

85% nemenda í 4. - 10. bekk Grunnskólans gekk eða hjólaði í skólann í dag. Af eðlilegum ástæðum var erfitt fyrir nemendur í 1. - 3. bekk að taka þátt í þessu verkefni en þeir koma bara sterkari inn síðar.  Gísli Skarphéðinn Jónsson skar sig þó sérstaklega úr en hann hjólaði í skólann alla leið innan frá Stapa eða u.þ.b. níu kílómetra.  Frábært afrek það. 

 Þetta er í fyrsta skiptið sem Grunnskólinn hér tekur þátt í "Göngum í skólann" verkefninu.  Þetta er alþjóðlegt verkefni með yfir 40 þátttökulöndum og mörgum milljónum barna.  Fyrsti dagur þess var 10. september og svo lauk því í dag 8. október.  Þar sem grunnskólinn leggur áherslu á heilsueflingu í skólastarfinu þá verður þetta örugglega árviss viðburður og þó ekki hafi viðrað vel undanfarnar vikur í Hornafirði hefur þátttaka verið mjög góð.

Lesa meira
Nes_fostudagsh_3.H_013_a_vef

Föstudagshátíð í Nesjaskóla - 08.10.2008 Fréttir

Síðasta föstudag var undirritaður svo ljónheppin að vera staddur í Nesjaskóla þegar föstudagshátíðin fór fram. Föstudagshátíðir eru hugsaðar með þeim hætti að bekkirnir eru með dagskrá fyrir skólann á föstudögum. Og þennan tiltekna föstudag var það 3. HG sem sá um hátíðina! Það ríkti mikil eftirvænting í litla salnum þegar hátíðin hófst. Fyrstu bekkingarnir sem ekki höfðu upplifað svona hátíð sátu einbeittir og spenntir. Annarsbekkingar ögn reyndari og vissu betur og nemendur í þriðja D sem vissi þetta allt. Á bak við var þriðji. HG, einbeittur, spenntur og með smá frumsýningarkvíði. Dagskráin hófst á kynningu sem níu nemendur fluttu, hver með smá bút úr kynningunni. Þau voru einbeitt og ákveðin og gáfu tóninn hvað varðaði hátíðina. Lesa meira
Namskeid_med_Magna_001_a_vef

Nýtt starfsfólk á námskeiði - 08.10.2008 Fréttir

Í dag situr nýtt starfsfólk í Grunnskóla Hornafjarðar á námskeiði með Magna Hjálmarssyni um Uppeldi til ábyrgðar. Á námskeiðinu er farið í grundvallaratriði uppbyggingarstefnunnar sem byggir á því að að skapa skilyrði til að börn geti lært af mistökum sínum, snúið aftur til hópsins og vaxið við hverja raun. Lesa meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

Borgarafundi með menntamálaráðherra frestað - 07.10.2008 Fréttir

Opnum borgarafundi sem vera átti með menntamálaráðherra kl. 20:00 miðvikudagskvöldið 8. október er frestað um óákveðinn tíma. Lesa meira
Skolasetning_004_a_vef_-

Opinn borgarafundur með menntamálaráðherra - 06.10.2008 Fréttir

Í kjölfar Menntaþings stendur menntamálaráðuneytið fyrir kynningarfundum um nýja menntastefnu um land allt í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga og Heimili og skóla. Einnig hefur ráðuneytið kynnt nýja menntastefnu á haustþingum Félags grunnskólakennara. Framundan er mikilvægt starf við að móta áherslur í framkvæmd nýrrar menntastefnu og hvetur menntamálaráðuneytið alla til að leggja sitt af mörkum. Kynningarfundir um nýja menntastefnu eru öllum opnir og er skólafólk, kennarar, nemendur, foreldrar og annað áhugafólk um menntakerfið sérstaklega hvatt til að mæta á fundina, hlýða á erindi og taka þátt í umræðum. Lesa meira
Nes_sept_08_029_a_vef

Námskeið fyrir foreldra og forráðamenn 1. bekkinga - 01.10.2008 Fréttir

Námskeið fyrir foreldra og forráðmenn 1. bekkinga var haldið í Nesjaskóla þriðjudaginn 30. september. Námskeiðið hófst á því að Þorvaldur skólastjóri bauð gesti velkomna og rakti í örstuttu máli það sem framundan væri. Að því loknu ræddi Sigríður, annar umsjónarkennarinn í 1. bekk um lestrarnám, hvernig það væri byggt upp, fór í gegnum aðferðarfræðina og nefndi ýmsar gagnlegar aðferðir og leiðir til að efla lestur og lesáhuga. Brynja, hinn umsjónarkennarinn 1. bekkinga ræddi síðan um stærðfræðikennsluna á svipuðum nótum og Sigríður um lestrarnámið. Lesa meira

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: