Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta

Klakar_a_Hotelinu_021_a_vef

Bæjarstjórn býður legóhópnum í pizzu á Hótelið - 28.11.2008 Fréttir

Eins og flestir muna eftir þá sigraði legóhópurinn Klakarnir First Lego Leagu keppnina sem haldin var 8. nóvember síðastliðinn og vann sér um leið inn rétt til þátttöku á Evrópumótinu í Kaupmannahöfn í byrjun maí á næsta ári. Bæjarstjórn bauð Klökunum ásamt fylgdarmönnum í keppninni í pizzu á Hótelinu í gær í tilefni sigursins. Þar tók hópurinn vel til matar síns enda pizzur sívinsælar hjá þessum aldurshópi. Um leið og bæjarstjórinn óskaði Klökunum til hamingju með árangurinn þá hafði hann orð á því að það væri sérstaklega gaman að bjóða þeim út að borða því honum þætti pizzur líka svo góðar. Lesa meira
3._HG_rittjalfi_001

Ritþjálfi í skólanum - 27.11.2008 Fréttir

Nú í haust höfum við verið að æfa fingrasetningu með notkun ritþjálfa. Við æfðum okkur daglega í u.þ.b. tvær vikur. Þetta er góð aðferð við að kenna fingrasetningu og gaman að fylgjast með hvað krakkarnir eru fljót að komast upp á lag með þetta. Lesa meira
Nes_nov_08_024

Föstudagsgleðin heldur áfram - 26.11.2008 Fréttir

Við höldum áfram með föstudagshátíðirnar í Nesjaskóla og síðastliðinn föstudag var það 1. B sem þreytti frumraun sína á sviðinu. Eins og gefur að skilja þá er mikill spenningur hjá nemendum við undirbúninginn og ekki síst hjá þeim yngstu sem búnir eru að fylgjast með eldri nemendum halda sína hátíðir. Lesa meira
tonlistfyriralla1vefur

Rífandi fjör í Hafnarkirkju.... - 19.11.2008 Fréttir

Sjaldan hefur myndast jafnmikið fjör í Hafnarkirkju en á tónleikum þar s.l. mánudag. Grunnskóla Hornfjarðar var boðið á ,,Tónlist fyrir alla". Þar komu fram fjórir landsþekktir tónlistarmenn, þau Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Gunnar Hrafnsson, Björn Thoroddsen og Ásgeir Óskarsson dagskráin byggir á íslenska þjóðlaginu "Ljósið kemur langt og mjótt", en tónlistarmennirnir, undir forystu Ólafíu Hrannar fara með lagið í "reisu" um heiminn í stíl og látbragði. Sérstaklega fannst nemendum mikið til koma þegar lagið var sett í rífandi ,,þunga rokks" útsetningu. Ekki varð það leiðinlegra þegar það var rappað og fengu nokkrir að spreyta sig með Ólafíu Hrönn í míkrafóninn. Lesa meira
lego_val_023vefur1

Legohópurinn þakkar fyrir sig - 19.11.2008 Fréttir

Eins og flestum er kunnugt unnu Klakarnir, lið Grunnskóla Hornafjarðar Íslandskeppnina í First Lego League. Þar með varði liðið titil skólans frá í fyrra og tryggði sér rétt til að taka þátt í Evrópukeppninni sem haldin verður í Danmörku í maí á næsta ári. Einn af yfirmönnum keppninnar sagði að það væri skrítið að lið frá sama skóla skyldi vinna annað árið í röð en Klakarnir hefðu einfaldlega verið langbesta liðið. Einnig vann liðið bikar fyrir bestu liðsheildina. Nú vilja þau koma á framfæri þakklæti til Jóns Bakara og Nettó fyrir góðan stuðning. Keppnisandinn hefur ekkert minkað því nú er verið að undirbúa Evrópukeppnina en þau eru staðráðin í að fara og keppa. Lesa meira
6._nov_2008_001_a_vef

Raddböndin þanin í Heppuskóla - 12.11.2008 Fréttir

Föstudaginn 7. nóvember tóku nemendur Heppuskóla lagið eftir hádegi, þetta var aldeilis flottur og kraftmikill kór og hann Elvar Bragi kom í skólann og spilaði undir á gítar. Nokkrir nemendur voru búnir að útbúa söngbók sem sungin var spjaldanna á milli. Þetta gerði mikla lukku og það var gott að koma saman og þenja raddböndin á þennan háttinn. Á föstudaginn seinasta var spiluð félagsvist í skólanum, nemendur í 8.-10. bekk spiluðu saman á 21 borði. Úrslit voru tilkynnt í dag og það var Alex Freyr í 10.A sem var hæstur af körlunum, hæst af konunum var Sverrir Brimar í 10.B, hann spilaði sem sagt sem kona. Þeir fengu pizzu í vinning frá Hótelinu. Lesa meira
Legóhópurinn

Klakarnir unnu First Lego League - 08.11.2008 Fréttir

Klakarnir, lið Grunnskóla Hornafjarðar vann í dag Íslandskeppnina í First Lego League. Þar með varði liðið titil skólans frá í fyrra og tryggði sér rétt til að taka þátt í Evrópukeppninni sem haldin verður í Danmörku í maí á næsta ári. Einn af yfirmönnum keppninnar sagði að það væri skrítið að lið frá sama skóla skyldi vinna annað árið í röð en Klakarnir hefðu einfaldlega verið besta liðið. Í liði klakanna eru þau Agnar Jökull Imsland Arason, Darri Snær Nökkvason, Guðrún Kristín Stefánsdóttir, Heiðdís Anna Marteinsdóttir, Jóhann Klemens Björnsson, María Hjördís Karlsdóttir, Marteinn Eiríksson, Ragnar Magnús Þorsteinsson, Þorsteinn Geirsson, Una Guðjónsdóttir. Þau eru öll nemendur í 7. bekk en í skólanum hefur skapast sú venja að nemendur þess bekkjar taki þátt í keppninni. Liðstjórar Klakanna eru þau Eiríkur Hansson sem hefur verið liðstjóri allra 7. bekkjar liðanna sem farið hafa í þessa keppni og Magnhildur Gísladóttir umsjónarkennari bekkjarins. Lesa meira
Legóhópurinn

Klakarnir keppa í Lego - 08.11.2008 Fréttir

Þegar þetta er skrifað eru Klakarnir lið Grunnskóla Hornafjarðar að ljúka fyrstu umferð í keppninni Lego hönnunarkeppni 2008 í Öskju við Sturlugötu í Reykjavík. Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu á netinu fyrir þá sem hafa áhuga. Úrslita er að vænta klukkan 16 í dag en. Liðið hefur sína eigin bloggsíðu þar sem þau hafa haldið út dagbók um verkefnið og hvernig það hefur gengið fyrir sig s.l. mánuði. Allir eru sigurvegarar. Lesa meira
6._nov_2008_046vefur

Forvarnardagurinn 2008 - 07.11.2008 Fréttir

Í gær fimmtudaginn 6. nóvember tóku 9. bekkir Grunnskóla Hornafjarðar þátt í forvarnardeginum. Dagurinn er á vegum UMFÍ, ÍSÍ og Bandalags íslenskra skáta og ætlaður fyrir 9. bekki grunnskóla. |nl|Nemendurnir byrjuðu á því að horfa á myndband sem gefið er út í tilefni dagsins þar sem þjóðþekktir einstaklingar tala um forvarnir og gildi íþrótta og samveru við foreldra. Síðan unnu nemendur í hópum og svöruðu spurningunum Lesa meira
Nes_okt_08_015

Hvernig urðu hljóðfærin til ? - 03.11.2008 Fréttir

Við fengum góðan gest í heimsókn til okkar í Nesjaskóla á föstudaginn en þá kom Jóhann Morávek skólastjóri Tónskólans með fullt af hljóðfærum í farteskinu. Hann ræddi við nemendur skólans um það hvernig hljóðfæri urðu til í upphafi og um leið sýndi hann nokkrar gerðir af hljóðfærum og leyfði okkur að heyra hvernig þau hljóma jafnframt því að hann spilaði af geisladiskum tóndæmi. Lesa meira

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: