Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta

jol08_012vefur

Litlu jólin eru stór - 19.12.2008 Fréttir

Nemendur og kennarar Grunnskóla Hornafjarðar héldu litlu jólin hátíðleg í gær. Mikið var um dýrðir og skemmtanir. Nemendur og starfsfólk Grunnskóla Hornafjarðar óskar öllum gleðilegra jóla og þakkr fyrir ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða. Lesa meira
heimsokn_19._des_Nyskopunarmidstod_003

Heimsókn Nýsköpunarmiðstöðvar - 19.12.2008 Fréttir

Í morgun komu fulltrúar frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands í heimsókn í Grunnskólann ásamt Ara Þorsteinssyni og Hjalta Vignissyni. Fulltrúar Nýsköpunarmiðstöðvar eru staddir hér til að kynna starf Nýsköpunarsmiðstöðvar á Hornafirði og munu verða með kynningu á henni í Nýheimum í dag. Heimsóknin í Grunnskólann tengdist nýsköpunarstarfinu þar og þeim árangri sem legóhóparnir hafa verið að ná. Klakarnir sýndu þeim legóverkefnið sem þeir sigruðu keppnina með og leist þeim afar vel á það. Lesa meira
tonlistfyriralla2vefur

Breytingar á skipulagi Grunnskóla Hornafjarðar - 18.12.2008 Fréttir

Eins og flestum er kunnugt ákvað bæjarstjórn Hornafjarðar að flytja 1. til 3. bekk Grunnskóla Hornafjarðar út á Höfn n.k. haust. Unnið hefur verið að þessum breytingum í vetur og mun 1. - 6. bekkur verða í Hafnarskóla en 7. - 10. bekkur í Heppuskóla. Einnig samþykkti bæjarstjórn að fækka skólastjórum við skólann úr þremur í tvo og deildastjórum úr tveimur í einn. Lesa meira
temajolvefur2

Þemavika unglingastig Grunnskóla Hornafjarðar / sýning í dag! - 18.12.2008 Fréttir

Í þemaviku unlgingastigs Grunnskóla Hornafjarðar hefur hefðbundið skólastarf verið brotið upp og unnið er þvert á bekki og árganga, gott er fyrir nemendur að breyta til, svona í mesta skammdeginu. Þemavikan inniheldur ákveðin þema, eins og nafnið gefur til kynna, en nú eru það jólin í víðum skilningi Þar geta nemendur valið sér ýmsa hópa til að vinna í. Það er mjög misjafnt hvað margir sækja hvern hóp. Blaðahópurin er til dæmis fámennur en fatahönnunnin fjölmenn. Lesa meira
HPIM0334vefur

Nemendur Grunnskóla Hornafjarðar skrifa ritdóma. - 17.12.2008 Fréttir

Nú í jólaösinni ætla nemendur á mið- og efstastigi grunnskólans að gerast spekingar og skrifa ritdóma um nýútkomnar bækur fyrir börn og unglinga. Ritdómarnir verða birtir á heimasíðu grunnskólans fram að jólum og lengur ef þurfa þykir. Mikill áhugi er á lestri þessa dagana og þá ekki hvað síst á nýjum bókum hjá nemendum skólans. Nýafstaðin heimsókn rithöfunda á öll skólastig kynnti vel undir þeim áhuga og þá hefur opnun bókasafnsins í Heppuskóla mælst sérlega vel fyrir og auðveldar nemendum þar aðgengi að bókum. Lesa meira
15._des_002_a_vef

Jólagetraun og jólasöngur - 15.12.2008 Fréttir

Á hverju ári efnir Umferðarstofa til jólagetraunar hjá nemendum í 1. - 5. bekk. Á samveru á sal í dag voru vinningshafar dregnir úr réttum svörum í 4. og 5. bekk. Í fjóraða bekk var það Jóel Ingason sem var dreginn úr og hlaut í verðlaun bókina Eyja sólfuglsins eftir Sigrúnu Eldjárn. Í 5. bekk var það Dagur Snær Guðmundsson sem var dreginn út og hlaut í verðlaun bókina Steindýrin eftir Gunnar Theodór Eggertsson. Lesa meira
syningIMG_5369

Trúarbragðasýning og jólasamvera - 10.12.2008 Fréttir

Á mánudaginn 8. desember var trúarbragðarsýning hjá 7. M. Krakkarnir buðu foreldrum sínum og gerðu glærusýningu, bæklinga um trúarbrögðin hindú, búddha, íslam, gyðingadóm og kristni sem eru 5 helstu trúarbrögð heims. Einnig settu þau upp muni sem tengjast trúarbrögðunum og voru í viðeigandi búningum. Lesa meira
pakki_undir_jolatred_008_a_vef

Jólapakkar undir jólatréð í Kringlunni - 09.12.2008 Fréttir

Mánudaginn 8. desember stóð foreldrafélag Grunnskólans fyrir söfnun á jólapökkum undir jólatréð í Kringlunni. Mælst var til þess að sem flestir gæfu aukapakka þessi jól sem færi undir jólatréð í Kringlunni og Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálp Íslands sjá svo um að úthluta. Nemendur og foreldrar söfnuðust saman í Sindrabæ þar sem miðum á pakkana var deilt út og síðan var farið með þá á pósthúsið. Lesa meira
4b08_troll_019_a_vef

Lesblinda - hvað er hægt að gera? - 08.12.2008 Fréttir

Á Menntavísindasviði Háskóla Íslands er sífellt unnið að rannsóknum á námi og kennslu. Nú hefur starfsfólk þar kynnt sér nýjar aðferðir við inngrip við lestrarvandamálum og á morgunvaktinni á Rás 1, 8. desember var viðtal við Steinunni Torfadóttur þar sem hún sagði frá því í hverju þessi inngrip felast. Lesa meira
Lopi_blekking_029vefur

Frábær ,,Blekking - 05.12.2008 Fréttir

Nú hefur leikhópurinn Lopi lokið sýningum á leikritinu Blekking eftir Magnús J. Magnússon. Sýningum lauk með tveimur skólasýningum þar sem öllum nemendum í 4. - 10. bekk var boðið á leikritið. Nemendur voru flestir afar ánægðir með sýninguna og sem dæmi má nefna að í 4. - 7. bekk misstu áhorfendur aldrei athyglina þær 70 mínútur sem sýningin stóð enda stanslaust eitthvað skemmtilegt um að vera á sviðinu. Hér er leiklistargagnrýni frá nemanda í 5. bekk. Lesa meira
rithofundar_003vefur

Jólin koma með rithöfundunum - 04.12.2008 Fréttir

Kærkomin heimsókn rithöfunda var í Grunnskóla Hornafjarðar í dag, en lesið var upp í Nesjaskóla, Hafnarskóla og Heppuskóla. Þetta hefur verið árviss viðburður hjá okkur í desember og er orðin hefð í undirbúningi jólanna. Rithöfundarnir skiptu sér niður á aldursstig og las Sigrún Eldjárn fyrir yngsta stig og miðstig úr bókinni, ,,Eyju Sólfuglsins". Á miðstigi las einnig Jóna Á. Gísladóttir úr bók sinni ,,Sá einhverfi". Jóna las einnig á elsta stiginu en auk hennar lásu þar; Sjón úr bók sinni ,,Rökkurbýsnir", Guðmundur Andri Thorsson úr bókinni ,,Segðu mömmu að mér líði vel" og Þórunn Valdimarsdóttir úr ljóðabókinni "Loftnet klóra himin". Lesa meira
6._O_skemmtun_a_sal_1._des_001_a_vef

90 ára afmæli fullveldisins minnst í Grunnskólanum - 01.12.2008 Fréttir

Að venju var haldið upp á fullveldisdaginn í Grunnskólanum. Unglingarnir tóku forskot á sæluna og voru með fullveldisfagnað á föstudagskvöldið þar sem hljómsveitin Rottweiler kom og lék fyrir dansi með þeim. Á yngri stigunum hittust nemendur og sungu saman og á miðstiginu var 6. Ó auk þess með sýningu og sagði okkur svoldið frá fullveldinu og öðru markverðu sem gerðist árið 1918 þegar Ísland hlaut fullveldi. Hér á eftir kemur textinn sem 6. Ó flutti í tilefni dagsins. Hann er okkur öllum góð lesning og minnir okkur á hve harða baráttu Íslendingar hafa oft þurft að heyja, til að komast af. Lesa meira

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: