Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta

P3265337vefur

Af árshátíð - 30.03.2009 Fréttir

Árshátíðarviku Grunnskóla Hornafjarðar er nú lokið. Mikið var um dýrðir og gleði. Nemendur unnu leiksýningar úr verkum Torbjörns Egners. Og sýndu svo á tveim sýningum s.l. fimmtudag.

Lesa meira

Heilræði til foreldra fermingarbarna frá SAFT - 30.03.2009 Fréttir

Til foreldra fermingarbarna,

Tölvur hafa verið vinsælar fermingargjafir síðustu ár og því vilja Heimili og skóli og SAFT vekja athygli foreldra á að þó að barnið eignist sína eigin tölvu minnkar ekki ábyrgð foreldra hvað jákvæða, ábyrga og uppbyggilega notkun barna þeirra á nýmiðlum varðar.

Lesa meira

Vandræði við að opna vefpóst - 30.03.2009 Fréttir

Nú nýlega var allur Microsoft Office pakkin í skólanum uppfærður úr 2003  í 2007 árgerðina sem þýðir að þeir sem ekki hafa Office 2007 pakkann geta lent í vandræðum með að opna viðhengi frá okkur.

Lesa meira
P3254648 vef

Dans í Grunnskólanum - 26.03.2009 Fréttir

Nú stendur yfir dansvika í Grunnskólanum og á milli þess sem nemendur æfa atriði fyrir árshátíðina og búa til skreytingar þá dansa þau af miklum krafti.

Lesa meira
undirb017

Árshátíð Grunnskóla Hornafjarðar - 24.03.2009 Fréttir

Árshátíð Grunnskóla Hornafjarðar verður fimmtudaginn 26. mars í Sindrabæ.  Tvær sýningar verða fyrir nemendur og foreldra, sú fyrri kl. 17:30 og sú síðari kl. 19:00.  Nemendum og foreldrum í 1. - 5. bekk er beint á fyrri sýninguna en eldri nemendum og foreldrum þeirra á seinni sýninguna.  Þema sýningarinnar er Thorbjörn Egner og leikverk hans. 

Lesa meira
Skolasetning_015_a_vef_-

Foreldrakönnun - 24.03.2009 Fréttir

Könnun var lögð fyrir foreldra á viðtalsdegi í febrúar.  Markmiðið var að kanna viðhorf foreldra til ýmissa þátta er varða skólann, s.s. sameiningu, upplýsingamiðlun, foreldraviðtöl, upphaf og lok skólaárs, sérfræðiþjónustu, flutning á skólastigunum og uppeldisstefnuna “uppeldi til ábyrgðar”.  Niðurstöður úr könnuninni notum við til að bæta skólastarfið. Lesa meira
IMG_1630

Skólapúlsinn - 19.03.2009 Fréttir

 Í vetur höfum við í Grunnskólanum tekið þátt í sjálfsmatsverkefni sem nefnist Skólapúlsinn.  Þetta verkefni kannar hug nemenda til þriggja þátta í skólastarfinu, þ.e. virkni nemenda í skólanum, líðan þeirra og skóla- og bekkjaranda

Lesa meira
Leikhús

Leikhópurinn Lopi með frábærar sýningar - 12.03.2009 Fréttir

Magnús J. Magnússon hefur enn einu sinni gert kraftaverk með krökkunum okkar sem við ættum ekki að láta fram hjá okkur fara

Lesa meira
100_8364vefur

Upplestrarkeppnin - 12.03.2009 Fréttir

Stóru upplestrarkeppninni er nú lokið. Sigurvegari varð Auður Gautadóttir frá Djúpavogi, Heiðdís Anna Marteinsdóttir lenti í öðru sæti en í því þriðja varða Ragnar Magnús Þorsteinsson bæði úr Grunnskóla Hornafjarðar.

Lesa meira
deanferellvefur

Kontrabassar og furðuhljóðfæri - 12.03.2009 Fréttir

Í gær fékk Grunnskóli Hornafjarðar til sín góðan gest en það var bassaleikarinn Dean Farrel.

Lesa meira
leikhopur i vali 005 a vef

Valhópur í leiklist sýnir afrakstur vinnunnar - 09.03.2009 Fréttir

Í dag sýndi valhópurinn sem var í leiklist á miðstiginu afraksturinn frá síðasta tímabili á sal. Þau léku, sungu og og voru með afbragðs skemmtiatriði. 

Lesa meira
skak 007 a vef

Skák í grunnskólanum - 09.03.2009 Fréttir

Um helgina var boðið upp á skákkennslu á vegum Skákskóla Íslands og var það Davíð R. Ólafsson sem kom og hafði umsjón með námskeiðinu.  Á föstudaginn fór Davíð í alla bekki grunnskólans og talaði við nemendur um skák og hvatti þá til að mæta í kennsluna á laugardag. 

Lesa meira
Skólakeppni stóru upplestrarkeppninnar

Lokakeppni Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk - 09.03.2009 Fréttir

Lokakeppni Stóru upplestrarkeppninnar fer fram í Hafnarkirkju miðvikudaginn 11. mars kl. 16 og er hún opin öllum.  Við athöfnina munu 11 nemendur úr 7. bekk, sem valdir hafa verið úr Grunnskóla Hornafjarðar og Grunnskóla Djúpavogs, lesa sögur og ljóð

Lesa meira
Lopi_blekking_029vefur

Leikhópurinn Lopi frumsýnir tvö ný leikrit - 09.03.2009 Fréttir

Næstkomandi miðvikudag frumsýnir Leikhópurinn Lopi tvö ný leikrit. Þetta eru leikritin ÍSVÉLIN eftir Bjarna Jónsson og DÚKKULÍSA eftir Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur.

Lesa meira
Nes 6 mars 2 N 020

Árið 2009 að hætti 2. bekkinga. - 08.03.2009 Fréttir

 

Á föstudaginn var sá 2.N um föstudagshátíð skólans. Þemað að þessu sinni var eins konar dagatal þar sem farið var yfir alla mánuði ársins bæði nútímaheiti þeirra og þau gömlu, árstíðir og einnig merkisdaga og viðburði.

Lesa meira
skakkennsla

Skákkennsla um helgina fyrir nemendur Grunnskólans - 06.03.2009 Fréttir

Davíð R. Ólafsson skákkennari heimsótti alla bekki grunnskólans í dag og kynnti þessa frábæru íþrótt skák fyrir nemendum.

Lesa meira
Mugison og a vef

Mugison í Grunnskólanum - 06.03.2009 Fréttir

Það var mikið blúsað í Grunnskólanum í dag þegar Mugison heimsótti alla skólana og spilaði og söng fyrir krakkana.

Lesa meira

Vandræði við að opna viðhengi úr skólanum - 04.03.2009 Fréttir

Nýlega var Microsoft Office pakkin í Grunnskólanum uppfærður í 2007 útgáfuna.  Við það hafa margir sem ekki eru með þá útgáfu lent í vandræðum með að lesa skjöl (viðhengi) úr skólanum.  Hér koma leiðbeiningar til þeirra sem vilja ráða bót á þeim vanda. 

 

Þeir sem eru með Microsoft Office 2003 í tölvum sínum og geta ekki lesið skjöl  sem eru búin til í Office 2007 hafa möguleika á að sækja forrit sem gerir þeim tölvum mögulegt að lesa Microsoft Office 2007 skjöl. Forritið heitir File-format-converter Office 2007 og er hægt að sækja hér http://www.rikivatnajokuls.is/hatidni/thjonusta/hugbunadur

 

Skólakeppni stóru upplestrarkeppninnar

Skólakeppni stóru upplestrarkeppninnar - 03.03.2009 Fréttir

Skólakeppni Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Nýheimum. Þar lásu 12 nemendur bæði bundinn og óbundinn texta. Lesa meira

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: